Fréttir

Deiliskipulag í Reykjanesi, Súðavíkurhreppi - Nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði.

Deiliskipulagsbreyting - Langeyri, hafnar og iðnaðarsvæði inn af Langeyri

3. fundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps 2022-2026

Kaffi og kökur á Melrakkasetrinu nk. laugardag.

Breyttur opnunartími í Kaupfélaginu

Nú fer að styttast í veturinn og breyting verður á opnunartíma Kaupfélagsins í Súðavík. Í í haust og vetur verður opið á mánudögum til föstudags frá 10:00-17:00. Á laugardögum frá 15:00 - 17:00 og lokað verður á sunnudögum. Því ber að fagna að lengri opnunartími verður á virkum dögum og kemur það til með að koma sér vel fyrir marga.

Eggert Einer Nielson veitt viðurkenning

Fimmtudaginn 8. september 2022 var Eggert Einer Nielson veitt viðurkenning fyrir störf hans í þágu tónlistar og menningar í Súðavík s.l. ár. Bragi Þ. Thoroddsen sveitastjóri veitti Eggert viðurknningarskjalið að morgni þess 8.n en ástæða þótti til að endurtaka athöfnina á tónleikum um kvöldið. Thorsteinn Haukur afhenti vini sínum og félaga til margra ára viðurkenninguna við dynjandi lófatak viðstaddra. Tónleikarnir voru vel sóttir og kvödd Eggert og Michelle alla viðstadda og héldu áleiðis heim til Bandaríkjanna

Atvinna

Félagsleg liðveisla Súðavík