3. fundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps 2022-2026

23. fundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps kjörtímabilið 2022-2026 verður haldinn í Álftaveri - Grundarstræti föstudaginn 16. september 2022 kl. 9:00.

Fundurinn er lögum samkvæmt opinn en hluti dagskrár er þó lokaður eðli málsins samkvæmt. 

Dagskrá fundar:

 1. Skýrsla sveitarstjóra.
 2. Jafnréttisáætlun Súðavíkurhrepps 2022-2026.
 3. Snjómokstur – útboð.
 4. Kjarasamningsumboð Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 5. Skipan fulltrúa í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða.
 6. Laun sveitarstjórnar, nefndarmanna og stjórnarmanna Súðavíkurhrepps.
 7. Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt viðauka.
 8. Fundargerð 29. fundar skipulags-, bygginga-, umhverfis- og samgöngunefndar 12.9.2022.
 9. Óbyggðanefnd og kröfur í almenninga Súðavíkurhrepps.
 10. Niðurstaða fundar velferðasviðs Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps 14.9.2022.
 11. Móttaka flóttamanna.
 12. Erindi frá Félagar ehf.  
 13. Trúnaðarmál.

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps