Aðalskipulag Súðavíkurhrepps

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030.

Gögn framkvæmdaleyfis

Jóhann Birkir Helgason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Aðalskipulag 2018-2030

Í september 2016 hófst vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 1999-2018. Hreppurinn hefur samið við Teiknistofuna Eik, sem nú hefur sameinast verkfræðistofunni Verkís, um að halda utan um skipulagsvinnuna.

Núgildandi aðalskipulag var staðfest í desember 2002 og hefur verið breytt einu sinni. Á gildistíma skipulagsins hafa ný skipulagslög tekið gildi og ýmis önnur lög og reglugerðir tekið breytingum. Í aðalskipulagsvinnunni verður mótuð heildarstefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Uppfæra þarf grunnupplýsingar sem lágu til grundvallar árið 2002 þegar núverandi stefna var mörkuð en einnig þarf að taka á ýmsum aðkallandi málum sem bíða úrlausnar.

Rík áhersla verður lögð þátttöku íbúa og annarra hagsmunaaðila í skipulagsvinnunni. Áætlað er að skipulagsvinnunni verði lokið um maí 2019. Nánari upplýsingar um skipulagsvinnuna og framgang hennar er að finna hér á síðunni.

Gildandi aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030

Aðalskipulag 2018-2030 Greinargerð

Skipulagsuppdráttur

Heildarendurskoðun á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps - kynning á drögum á vinnslustigi

Skipulagsuppdráttur - dreifbýli og þéttbýli (DRÖG 26.11.2018)

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030 - Greinargerð (DRÖG 26.11.2018)

Drög að umhverfisskýrslu (umhverfismati) aðalskipulagsins (DRÖG 12.12.2018)

 

Skipulagstillagan verður sett hér inn að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar um miðjan júlí 2019. Helstu breytingar frá kynningu á vinnslustigi eru þessar:

 • Stefna um víðerni

Í umsögnum Umhverfisstofnunar og Skipulagstofnunar var óskað eftir skýrari stefnu um víðerni. Bent var á þann kost að hverfisvernda víðernin í samræmi við Landsskipulagsstefnu.

 • Virkjanir

Skipulagsstofnun taldi rétt að marka skýrari stefnu um stærri virkjanir í hreppnum. Vesturverk óskaði eftir því að Hvanneyrardalsvirkjun færi inn á aðalskipulagið.

Breyting

Mörkuð var skýrari stefna í þessum málum. Heimild er fyrir vegslóða vegna undirbúnings Hvanneyrardalsvirkjunar en virkjunin  er ekki sett inn á skipulagið. Eðlilegt er að fá niðurstöður rammaáætlunar og kortlagningu víðerna áður en ákvörðun er tekin um stórar virkjanir á svæðinu. Sveitarfélögin þurfa einnig að marka sér sameiginlega stefnu í þessu máli.

 • Kalkþörungaverksmiðja og landfylling

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða benti á líklega hljóð- og rykmengun og nefndi í því samhengi það sem hefur farið úrskeiðis á Bíldudal. HG telur þrengt að starfsemi sinni á Langeyri.

Breyting

Gerð var ítarlegri hljóðgreining og ákvæði um rykmengun eru tilgreind (þau sömu og á Bíldudal). Samhliða aðalskipulaginu vinnur Kalkþörungafélagið deiliskipulag fyrir svæðið. Byggingarmagn er talsvert meira en fram kom upphaflega í gögnum Kalkþörungafélagsins.

 • Jarðgöng

Skipulagsstofnun telur ekki tímabært að marka stefnu um jarðgöng.

Breyting

Súðavíkurhreppur telur mikilvægt að hafa göngin í skipulaginu og sýna þannig stefnu sveitarstjórnar í málinu, þó svo að forsendur fyrir nákvæmri útfærslu liggi ekki fyrir. Breytingar ekki gerðar.

 • Raflína í Djúpi

Bent var á að raflína í Djúpinu væri ekki í kerfisáætlun Landsnets.

Breyting

Súðavíkurhreppur telur mikilvægt að sýna raflínuna í aðalskipulaginu og sýna þannig stefnu sveitarstjórnar, þó svo að forsendur fyrir nákvæmri útfærslu liggi ekki fyrir.

 • Hverfisvernd

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við framsetningu á hverfisverndarákvæðum í þéttbýli.

Breyting

Ákvæðin hafa verið sett fram með skýrari hætti.

 • Frístundabyggð í dreifbýli og þéttbýli

Skipulagsstofnun bað um rökstuðning vegna fjölda frístundahúsa í dreifbýli og hverfis í þéttbýli.

Breyting

Umbeðnum rökstuðningi hefur verið bætt við.

 • Náttúruminjaskrá

Vigur, Reykjanes og Borgarey – eru nú á B hluta náttúruminjaskrár, þ.e. tilnefndar til friðlýsingar af Náttúrufræðistofnun. Æskilegt að setja hverfisvernd.

Breyting

Reykjanes er hverfisverndað í tillögunni en ákveðið var að setja ekki hverfisvernd á Vigur og Borgarey núna. Mikilvægt er að gera það sátt við landeigendur. Skipulagsákvæðin vernda þó ágætlega náttúru- og menningarminjar á viðkomandi svæðum.

 • Efnisnámur

Óskað var eftir stærð efnistökusvæða

Breyting

 • Nákvæmari upplýsingar voru settar fram um umfang náma. Einnig voru breytingar á svæðum. Gert í samvinnu við Vegagerðina. Efnistökusvæði á Súðavíkurhlíð skilgreint betur en áður.
 • Vistgerðir sem njóta verndar

Umhverfisstofnun telur að marka þurfi skýrari stefnu um vistgerðir sem njóta verndar.

Breyting

Sett voru skýrari ákvæði í greinargerðina í samræmi við ábendinguna.

 • Samræmi við náttúruverndarlög

Náttúrufræðistofnun telur mikilvægt að skipulagið taki tillit til náttúruverndarlaga og það sé í samræmi við þau.

Breyting

Yfirfarið og uppfært m.t.t. athugasemdar þar sem það á við.

 • Smærri virkjanir

Skipulagsstofnun benti á að viðmið vegna umhverfismats eru 200 kW.

Breyting

Aðalskipulagið heimilar nú allt að 200 kW virkjanir á landbúnaðarsvæði. Áður var gert ráð fyrir allt að 300 kW. Þetta er gert til að samræma stærðir við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Sett var inn allt að 300 kW virkjun í Skötufirði skv. beiðni landeigenda á Kleifum vegna breytingar á stærðarmörkum.

 • Útivistarsvæði við þéttbýli

Breyting

Svæði OP4 ofan byggðar stækkað eftir ábendingu frá íbúa. Þannig er gert ráð fyrir svæði fyrir sleðabrekku og útivistar- og íþróttaaðstöðu.

Aðrar breytingar

 • Ýmsum viðbótarupplýsingum var bætt við þar sem óskað var eftir því af umsagnaraðilum.
 • Uppsetning og færsla einstakra kafla eða textabrota.
 • Bætt hefur verið við flokkun vega.
 • Reið- og gönguleiðir voru lítillega uppfærðar.

 

 

 

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018 - 2030

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030 - Tillaga

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-20130 - Uppdráttur tillaga

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 1999 - 2018

Aðalskipulag 1999-2018 - Greinagerð

Sveitarfélagsuppdráttur

Þéttbýlisuppdráttur fyrir Súðavík

Breytingartillaga á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi - Uppdráttur

Lýsing vegna ask breytinga 2015

                                

Aðrar upplýsingar

Hvað er aðalskipulag?

Samvinna - skipulagshópur

Staðan

Útgefið efni og afurðir

Ýmis gögn

Tilkynningar

Senda ábendingu