Aðalskipulag Súðavíkurhrepps

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030. Aðalskipulagsbreyting – tillaga á vinnslustigi – kynning

 Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér sér drög að breytingu á aðalskipulagi skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð.

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018 - 2030. Breyting á iðnaðarsvæði innan Langeyrar og íbúðarbyggð neðan Aðalgötu.

Samkvæmt tillögunni er markmið aðalskipulagsbreytingarinnar tvíþætt. Annars vegar að stækka iðnaðarsvæði innan við Langeyri og skapa þannig rými fyrir hráefnisþrær vegna vinnslu kalkþörungasets. Hráefnisþrónum er ætlað að hindra að set berist til sjávar. Hins vegar er gert ráð fyrir að breyta svæði fyrir þjónustustofnanir neðan Aðalgötu, við Ákabúð, í íbúðarbyggð.

Opið hús verður í fundarsal Grundarstræti 1, Súðavík, þriðjudaginn 22. febrúar n.k.  kl. 16:00 - 18:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa, Grundarstræti 1, 420 Súðavík eða á netfangið jbh@verkis.is  til og með 2. mars 2022.

Hægt er að nálgast tillögurnar hér og á bæjarskrifstofunni að Grundarstræti 1.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Súðavík.

Breytingar á Aðalskipulagi 2018-2030

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi þann 10. desember 2021 að veita framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu inn af Langeyri í Álftafirði.

Framkvæmdaleyfið er gefið út skv. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Vakin er athygli á að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til útskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Gögn framkvæmdaleyfis

Jóhann Birkir Helgason, skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Aðalskipulag 2018-2030

Í september 2016 hófst vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 1999-2018. Hreppurinn hefur samið við Teiknistofuna Eik, sem nú hefur sameinast verkfræðistofunni Verkís, um að halda utan um skipulagsvinnuna.

Núgildandi aðalskipulag var staðfest í desember 2002 og hefur verið breytt einu sinni. Á gildistíma skipulagsins hafa ný skipulagslög tekið gildi og ýmis önnur lög og reglugerðir tekið breytingum. Í aðalskipulagsvinnunni verður mótuð heildarstefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Uppfæra þarf grunnupplýsingar sem lágu til grundvallar árið 2002 þegar núverandi stefna var mörkuð en einnig þarf að taka á ýmsum aðkallandi málum sem bíða úrlausnar.

Rík áhersla verður lögð þátttöku íbúa og annarra hagsmunaaðila í skipulagsvinnunni. Áætlað er að skipulagsvinnunni verði lokið um maí 2019. Nánari upplýsingar um skipulagsvinnuna og framgang hennar er að finna hér á síðunni.

Gildandi aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030

Aðalskipulag 2018-2030 Greinargerð

Skipulagsuppdráttur

Heildarendurskoðun á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps - kynning á drögum á vinnslustigi

Skipulagsuppdráttur - dreifbýli og þéttbýli (DRÖG 26.11.2018)

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030 - Greinargerð (DRÖG 26.11.2018)

Drög að umhverfisskýrslu (umhverfismati) aðalskipulagsins (DRÖG 12.12.2018)

 

Skipulagstillagan verður sett hér inn að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar um miðjan júlí 2019. Helstu breytingar frá kynningu á vinnslustigi eru þessar:

  • Stefna um víðerni

Í umsögnum Umhverfisstofnunar og Skipulagstofnunar var óskað eftir skýrari stefnu um víðerni. Bent var á þann kost að hverfisvernda víðernin í samræmi við Landsskipulagsstefnu.

  • Virkjanir

Skipulagsstofnun taldi rétt að marka skýrari stefnu um stærri virkjanir í hreppnum. Vesturverk óskaði eftir því að Hvanneyrardalsvirkjun færi inn á aðalskipulagið.

Breyting

Mörkuð var skýrari stefna í þessum málum. Heimild er fyrir vegslóða vegna undirbúnings Hvanneyrardalsvirkjunar en virkjunin  er ekki sett inn á skipulagið. Eðlilegt er að fá niðurstöður rammaáætlunar og kortlagningu víðerna áður en ákvörðun er tekin um stórar virkjanir á svæðinu. Sveitarfélögin þurfa einnig að marka sér sameiginlega stefnu í þessu máli.

  • Kalkþörungaverksmiðja og landfylling

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða benti á líklega hljóð- og rykmengun og nefndi í því samhengi það sem hefur farið úrskeiðis á Bíldudal. HG telur þrengt að starfsemi sinni á Langeyri.

Breyting

Gerð var ítarlegri hljóðgreining og ákvæði um rykmengun eru tilgreind (þau sömu og á Bíldudal). Samhliða aðalskipulaginu vinnur Kalkþörungafélagið deiliskipulag fyrir svæðið. Byggingarmagn er talsvert meira en fram kom upphaflega í gögnum Kalkþörungafélagsins.

  • Jarðgöng

Skipulagsstofnun telur ekki tímabært að marka stefnu um jarðgöng.

Breyting

Súðavíkurhreppur telur mikilvægt að hafa göngin í skipulaginu og sýna þannig stefnu sveitarstjórnar í málinu, þó svo að forsendur fyrir nákvæmri útfærslu liggi ekki fyrir. Breytingar ekki gerðar.

  • Raflína í Djúpi

Bent var á að raflína í Djúpinu væri ekki í kerfisáætlun Landsnets.

Breyting

Súðavíkurhreppur telur mikilvægt að sýna raflínuna í aðalskipulaginu og sýna þannig stefnu sveitarstjórnar, þó svo að forsendur fyrir nákvæmri útfærslu liggi ekki fyrir.

  • Hverfisvernd

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við framsetningu á hverfisverndarákvæðum í þéttbýli.

Breyting

Ákvæðin hafa verið sett fram með skýrari hætti.

  • Frístundabyggð í dreifbýli og þéttbýli

Skipulagsstofnun bað um rökstuðning vegna fjölda frístundahúsa í dreifbýli og hverfis í þéttbýli.

Breyting

Umbeðnum rökstuðningi hefur verið bætt við.

  • Náttúruminjaskrá

Vigur, Reykjanes og Borgarey – eru nú á B hluta náttúruminjaskrár, þ.e. tilnefndar til friðlýsingar af Náttúrufræðistofnun. Æskilegt að setja hverfisvernd.

Breyting

Reykjanes er hverfisverndað í tillögunni en ákveðið var að setja ekki hverfisvernd á Vigur og Borgarey núna. Mikilvægt er að gera það sátt við landeigendur. Skipulagsákvæðin vernda þó ágætlega náttúru- og menningarminjar á viðkomandi svæðum.

  • Efnisnámur

Óskað var eftir stærð efnistökusvæða

Breyting

  • Nákvæmari upplýsingar voru settar fram um umfang náma. Einnig voru breytingar á svæðum. Gert í samvinnu við Vegagerðina. Efnistökusvæði á Súðavíkurhlíð skilgreint betur en áður.
  • Vistgerðir sem njóta verndar

Umhverfisstofnun telur að marka þurfi skýrari stefnu um vistgerðir sem njóta verndar.

Breyting

Sett voru skýrari ákvæði í greinargerðina í samræmi við ábendinguna.

  • Samræmi við náttúruverndarlög

Náttúrufræðistofnun telur mikilvægt að skipulagið taki tillit til náttúruverndarlaga og það sé í samræmi við þau.

Breyting

Yfirfarið og uppfært m.t.t. athugasemdar þar sem það á við.

  • Smærri virkjanir

Skipulagsstofnun benti á að viðmið vegna umhverfismats eru 200 kW.

Breyting

Aðalskipulagið heimilar nú allt að 200 kW virkjanir á landbúnaðarsvæði. Áður var gert ráð fyrir allt að 300 kW. Þetta er gert til að samræma stærðir við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Sett var inn allt að 300 kW virkjun í Skötufirði skv. beiðni landeigenda á Kleifum vegna breytingar á stærðarmörkum.

  • Útivistarsvæði við þéttbýli

Breyting

Svæði OP4 ofan byggðar stækkað eftir ábendingu frá íbúa. Þannig er gert ráð fyrir svæði fyrir sleðabrekku og útivistar- og íþróttaaðstöðu.

Aðrar breytingar

  • Ýmsum viðbótarupplýsingum var bætt við þar sem óskað var eftir því af umsagnaraðilum.
  • Uppsetning og færsla einstakra kafla eða textabrota.
  • Bætt hefur verið við flokkun vega.
  • Reið- og gönguleiðir voru lítillega uppfærðar.

 

 

 

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018 - 2030

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030 - Tillaga

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-20130 - Uppdráttur tillaga

Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 1999 - 2018

Aðalskipulag 1999-2018 - Greinagerð

Sveitarfélagsuppdráttur

Þéttbýlisuppdráttur fyrir Súðavík

Breytingartillaga á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi - Uppdráttur

Lýsing vegna ask breytinga 2015

                                

Aðrar upplýsingar

Hvað er aðalskipulag?

Samvinna - skipulagshópur

Staðan

Útgefið efni og afurðir

Ýmis gögn

Tilkynningar

Senda ábendingu