Staðan

Staðan í skipulagsvinnunni

Skipulagshópur, sveitarstjórn og nefndir Súðavíkurhrepps vinna nú í samvinnu við skipulagsráðgjafa að stefnumótun vegna aðalskipulagsins. Drög að tillögu aðalskipulagsins hafa nú verið birt hér á heimasíðu hreppsins og gert er ráð fyrir að skipulagstillagan verði kynnt á íbúafundi fyrri hluta júní 2018 (kynning á vinnslustigi). Það verður í höndum nýrrar sveitarstjórnar að auglýsa skipulagið, í samræmi við skipulagslög, eftir kosningar. Lagt er upp með að það verði gert fyrir haustið.

Júní-júlí 2019

Skipulagsstofnun hefur skipulagstillöguna til skoðunar. Aðalskipulagið verður auglýst eftir yfirferð stofnunarinnar.

Maí 2019
Frágangur aðalskipulagstillögu og samþykkt aðalskipulagsins. Þann 7. maí lagði skipulags-, byggingar-, umhverfis-, og samgöngunefnd til að hreppsnefnd myndi samþykkja að auglýsa aðalskipulagið á næsta fundi sínum. Þann 31. maí samþykkti sveitarstjórn fundargerð skipulags-, byggingar-, umhverfis-, og samgöngunefndar og þar með  að auglýsa aðalskipulagið. Skipulagshópur íbúa og hagsmunaaðila kom saman þann 9. maí. Þar var farið yfir helstu athugasemdir sem komu fram á umsagnar- og vinnslustigi. Viðstaddir fulltrúar hópsins staðfestu þátttöku sína í skipulagsvinnunni með undirskrift. Nú verða afurðirnar sendar Skipulagsstofnun og auglýstar í kjölfar þess. 

Desember 2018 – apríl 2019
Stofnanir fara yfir aðalskipulagið og skila umsögnum. Úrvinnsla umsagna og athugasemda frá almenningi og hagsmunaaðilum. Umfjöllun skipulagsnefndar og sveitarstjórnar um aðalskipulagið.

Nóvember 2018
Laugardaginn 10. nóvember voru skipulagsdrögin kynnt á opnum fundum í Grunnskólanum í Súðavík og í Heydal. Gunnar Páll og Erla Bryndís frá Verkís fóru þar yfir helstu þætti aðalskipulagsins. Í kjölfar kynninganna voru umræður og ábendingar um það sem betur mætti fara. Áætlað er að senda drögin til umsagnar opinberra stofnanna innan skamms.

September – október 2018
Áframhaldandi vinna við greinargerð, skipulagsuppdrátt og umhverfismat skipulagsins. Gagnaöflun og greiningar vegna kalkþörungaverksmiðju, jarðganga og raflínu í Djúpinu.

Þann 29.10. kynntu Gunnar Páll frá Verkís og Jóhann Birkir skipulagsfulltrúi stöðuna í aðalskipulagsvinnunni fyrir sveitarstjórn. Farið var yfir helstu breytingar og viðbætur frá síðasta fundi. Sveitarstjórn ákvað að halda opinn fund þar sem drög að skipulagstillögu yrðu kynnt (kynning á vinnslustigi – sbr. texta að ofan).

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. september var rætt um valkosti vegna fyrirhugaðrar kalkþörungaverksmiðju. Eftirfarandi var bókað: „Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela valkost 3, sem mögulega staðsetningu kalkþörungaverksmiðju innan Langeyrar, samkvæmt minnisblaði Vegagerðarinnar, í aðalskipulagsvinnu og deiliskipsvinnu. Þetta svæði skal ná frá Þórðarsteinum, að Helluvík, krika Langeyrar.“

Júní – ágúst 2018
Upplýsingaöflun tengd ýmsum málum ásamt greiningarvinnu til að meta mismunandi valkosti í aðalskipulaginu. Vinna við umhverfismat aðalskipulagsins unnin samhliða fyrrnefndri vinnu. Þann þann 22. júní ræddi sveitarstjórn fram greiningu greiningu á þremur valkostum vegna landfyllingar innan við Langeyri. Á sama fundi óskaði sveitarstjórn eftir greiningu á nýjum valkosti (nr. 4) sem væri innar, við land Hlíðar. 

Maí 2018: Umfjöllun nefnda Súðavíkurhrepps um drög að skipulagstillögu. Drög að tillögu aðalskipulagsins (uppdrættir og texti) birtur hér á heimasíðunni 18.5. Ráðgjafar vinna áfram í uppdrætti og greinargerð.

Apríl 2018: Áfram unnið að drögum að skipulagstillögu og umhverfismati áætlana ásamt greiningarvinnu. Nefndir Súðavíkurhrepps fjalla um viðfangsefni aðalskipulags sem sett voru fram í minnisblað skipulagsráðgjafa. Skipulags- og byggingarnefnd tók málefni aðalskipulagsins fyrir þann 25.4 (minnisblað og drög að umhverfismati áætlana).

Febrúar og mars 2018: Drög að skipulagstillögu unnin samhliða greiningarvinnu, umhverfismati áætlan og frekari gagnaöflun. Skipulagshópur og nefndir Súðavíkurhrepps komu saman 27.3. Á þeim fundi kynntu skipulagsráðgjafar drög að skipulagstillögu í ýmsum mikilvægum málaflokkum (sjá efni og fundargerð hér á síðunni, undir útgefið efni og afurðir).

Janúar 2018: Drög að stefnu mótuð út frá þeim gögnum og upplýsingum sem nú liggja fyrir og greiningu á þeim. Má í því sambandi m.a. nefna niðurstöður frá íbúaþingi og samtöl við fulltrúa í skipulagshópi. Skipulagsráðgjafar hitta einstaka fulltrúa úr skipulagshóp. Undirbúningur fundar með skipulagshópi sem áætlaður er laugardaginn 3. febrúar 2018. 

Desember 2017: Úrvinnsla frá íbúaþingi og greiningarvinna í ýmsum málaflokkum aðalskipulagsins. Frekari öflun grunngagna. Skipulagsráðgjafar hitta einstaka fulltrúa úr skipulagshópi.

Nóvember 2017: Íbúaþing var haldið í Súðavík 18.-19. nóvember 2017. Fjallað var um tækifæri og áskoranir hreppsins sem nú stendur á tímamótum. Vel var mætt og niðurstöður þingsins er að finna hér á heimasíðu hreppsins. Umsjón með þinginu hafði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI þjónustu og ráðgjöf í samstarfi við Súðavíkurhrepp og ráðgjafa frá Verkís sem halda utan um aðalskipulagsvinnuna. Skipulagshópur íbúa og annarra hagsmunaaðila mun fjalla um hugmyndir og viðfangsefni frá þinginu.

Október 2017: Fundir með fulltrúum úr skipulagshópi. Þar fer fram gagnaöflun og grunnur er lagður að stefnu skipulagsins. Fulltrúar í skipulagshópi munu eiga samtal við sinn hagsmunahóp um aðalskipulagið og stefnumótun þess. Drög að umhverfismati áætlana – rammi mótaður fyrir matið. Undirbúningur íbúaþings sem á að halda um miðjan nóvember í Súðavík. Niðurstöður íbúaþingsins munu nýtast í stefnumótunarhluta skipulagsvinnunnar.

Ágúst – september 2017: Samantekt á gildandi stefnuskjölum á landsvísu, m.a. Landsskipulagsstefnu. Þessi skjöl eru grunnur að stefnumótun aðalskipulagsins. Öflun grunnupplýsinga um samfélag, náttúru og innviði.

Júní-júlí 2017: Úrvinnsla gagna frá fundi skipulagshóps og umsagna vegna skipulags- og matslýsingar. Áframhaldandi öflun grunnupplýsinga fyrir skipulagsgreinargerð. Uppsetning sniðs fyrir skipulagsuppdrætti.

Maí 2017: Frestur til að skila inn athugasemdum vegna lýsingar rennur út 26.5. Unnið verður úr athugasemdum og umsögnum í komandi vinnu. Fundur 22.5. í Súðavík, kynning lýsingar og fyrsti fundur skipulagshóps íbúa og hagsmunaaðila.

Apríl 2017: Undirbúningur fundar skipulagshóps. Gagnaöflun. Umsagnir vegna lýsingar berast frá opinberum aðilum og almenningi.

Mars: Skipulags- og matslýsing send Skipulagsstofnun til umsagnar 1. mars. Skipulagsstofnun sendir álit sitt 23.3.

2017: Skipulags- og matslýsing auglýst fyrir almenningi og send til umsagnar stofnana 31.3.Fundur 17.3. í Heydal, kynning lýsingar.

Desember 2016 – febrúar 2017: Gagnaöflun og söfnun upplýsinga. Uppsetning vinnukorta. Greinargerð – grunnupplýsingar og forsendur.

Nóvember 2016: Gagnaöflun og söfnun upplýsinga. Íbúafundur í samkomuhúsinu haldinn 5.11. á milli kl. 9 og 12:15. Þar var vinna við fyrirhugaða aðalskipulagsvinnu kynnt og gögnum og upplýsingum frá þátttakendum safnað saman. Óskað var eftir þátttöku íbúa og hagsmunaaðila í skipulagshóp.

September – október 2016: Gagnaöflun og söfnun upplýsinga

Ágúst 2016: Súðavíkurhreppur og Teiknistofan Eik / Verkís undirrita samning um ráðgjöf vegna aðalskipulagsvinnunnar.

Júní 2016: Hreppsnefnd tekur ákvörðun um að ganga til samstarfs við Teiknistofuna Eik / Verkís vegna endurskoðunar aðalskipulags Súðavíkurhrepps.

Desember 2015: Hreppsnefnd ráðgerir að hefja vinnu við heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 1999-2018.

                     

Aðrar upplýsingar

Hvað er aðalskipulag?

Samvinna - skipulagshópur

Staðan

Útgefið efni og afurðir

Ýmis gögn

Tilkynningar

Senda ábendingu