Fyrirtæki

 

Bifreiðaverkstæði H Bjarnasonar

Helgi 1

Staðsett við Njarðarbraut 20 Súðavík.
Boðið er upp á allar almennar bifreiðaviðgerðir, ásamt smur- og dekkjaþjónustu.
Helgi Bjarnason, bifvélavirki

Opið allt árið - Sími: 456 - 4977 eða gsm: 893 - 8857

 


 

Félagar ehf

Sáttur 1

Félagið býður upp á þjónustu við garðslátt fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hefur

á að skipa góðum vélum og tækjum til verksins.  Jafnframt býður félagið upp á ýmiskonar þjónustu fyrir bændur, s.s. slátt og fl.

Nánari upplýsingar veitir Yordan í síma 861 -4658

 


 

Frosti hf

Frosti 1

Frosti hf, Súðavík er staðsett að Njarðarbraut 14 Súðavík.

Þar fer nú fram niðursuða á þorsklifur, undir merkjum HG, rekstur og harðfiskvinnsla á vegum Vestfiskur ehf.

Sími 450 4600 - www.frosti.is

 

 

 

Sætt & Salt                                                                          

Sætt og Salt 1Sætt & Salt 2

Sætt & Salt 3Sætt & Salt 5

Sætt & Salt 6               Video

Sætt & Salt var stofnað 2016 og er fyrirtækið í miklum blóma.

Súkkulaði og konfekt er handunnið af alúð og vandvirkni í litlum bæ við nyrsta haf.

Framleiðslan er af háum gæðum með áherslu á sjálfbærni og virðingu við samfélagið og umhverfið

 


 

Heilsugæslusel Súðavíkur

Heilsugæsluselið er í þjónustuhúsinu Álftaveri við Grundarstræti 3 Súðavík.
Læknamóttaka er á þriðjudögum frá kl. 13:00 til kl. 14:00.

Sé þörf að læknisaðstöð utan þess tíma sem heilsugæsluselið er opið er hægt að hafa samband við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði í síma 450 4500.
Um 22 km. er frá Súðavík á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.

Þjónusta allt árið - Pantanir í síma: 450 4585 / 450 4500 - heimasíða: www.fsi.is

 


 

Iceland Sea Angling / Sumarbyggð ehf

Sjóstöng 4

Iceland Sea Angling ehf er ferðaþjónustufyrirtæki staðsett í Súðavík og sérhæfir sig í sjóstangveiðiferðum fyrir erlenda  ferðamenn.

Iceland Sea Angling ehf leigir út:

  • - 14 sumarhús í Súðavík.
  • - 7 gistirými í Bolungarvík.
  • - 21 sjóstangveiðibát

Komið af veiðum

        Framkvæmdastjóri félagasins er Finnur Jónsson
 
Sími 844 0145 - heimasíða: - www.icelandseaangling.is
 

Melrakkasetur Íslands ehf

Melrakkasetur

Melrakkasetur Íslands ehf Er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameigilegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

Hvar erum við?

Melrakkasetur Íslands er til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík, mitt á milli gömlu og nýju byggðarinnar. Húsið og rekstur þess er í höndum Súðavíkurhrepps en starfsemin er í höndum Melrakkaseturs Íslands ehf.

 

Frekari upplýsingar: 456-4922 / www.melrakki.is / melrakki@melrakki.is / Ester Rut Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri gsm: 862 8219

 


Samkomuhús Súðavíkur

Samkomuhús 1

Samkomuhúsið er með eldhúsi og hentar því vel fyrir samkomur t.d. ættarmót, afmælisveislur, fermingarveislur, giftingar eða til fundarhalds. Nokkrum sinnum á ári eru haldinn böll eða diskótek í Samkomuhúsinu og þau ætti enginn að láta fram hjá sér fara.

 

Til leigu allt árið - Uppl. og bókanir hjá Súðavíkurhrepp í síma 450 5900

 


Tígur ehf

Tígur ehfTígur 2

Tígur 3Tígur 4

Aðsetur Tígur ehf er að Holtagötu 25 í Súðavík. 

Fyrirtækið er verktakafyrirtæki og býður upp á gröfuþjónustu o.fl.

 

Nánari upplýsingar í símum: 456-5902 / 864 0317 - Netfang: sigurdis@simnet.is

 

Kaupfélagið í Súðavík

Grundarstræti 3  

Kaupfélagið er opið allan ársins hring og þó að verslunin sé ekki stór kennir þar margra grasa og flestar nauðsynjar fyrir heimilið er þar að finna. Upplýsingar um opnunartíma verslunarinnar er hjá Matthiasi Troost í síma    837-2800  Verið hjartanlega velkomin .

Kaupfélag 1Kaupf 2

Kaupf 3