Fyrirtæki

 

Bifreiðaverkstæði H Bjarnasonar

Helgi 1

Staðsett við Njarðarbraut 20 Súðavík.
Boðið er upp á allar almennar bifreiðaviðgerðir, ásamt smur- og dekkjaþjónustu.
Helgi Bjarnason, bifvélavirki

Opið allt árið - Sími: 456 - 4977 eða gsm: 893 - 8857

 


 

Félagar ehf

Sáttur 1

Félagið býður upp á þjónustu við garðslátt fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hefur

á að skipa góðum vélum og tækjum til verksins.  Jafnframt býður félagið upp á ýmiskonar þjónustu fyrir bændur, s.s. slátt og fl.

Nánari upplýsingar veitir Yordan í síma 861 -4658

 


 

Frosti hf

Frosti 1

Frosti hf, Súðavík er staðsett að Njarðarbraut 14 Súðavík.

Þar fer nú fram niðursuða á þorsklifur, undir merkjum HG, rekstur og harðfiskvinnsla á vegum Vestfiskur ehf.

Sími 450 4600 - www.frosti.is

 

 

 

Sætt & Salt                                                                          

Sætt og Salt 1Sætt & Salt 2

Sætt & Salt 3Sætt & Salt 5

Sætt & Salt 6               Video

Sætt & Salt var stofnað 2016 og er fyrirtækið í miklum blóma.

Súkkulaði og konfekt er handunnið af alúð og vandvirkni í litlum bæ við nyrsta haf.

Framleiðslan er af háum gæðum með áherslu á sjálfbærni og virðingu við samfélagið og umhverfið

 


 

Heilsugæslusel Súðavíkur

Heilsugæsluselið er í þjónustuhúsinu Álftaveri við Grundarstræti 3 Súðavík.
Læknamóttaka er á þriðjudögum frá kl. 13:00 til kl. 14:00.

Sé þörf að læknisaðstöð utan þess tíma sem heilsugæsluselið er opið er hægt að hafa samband við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði í síma 450 4500.
Um 22 km. er frá Súðavík á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.

Þjónusta allt árið - Pantanir í síma: 450 4585 / 450 4500 - heimasíða: www.fsi.is

 


 

Iceland Sea Angling / Sumarbyggð ehf

Sjóstöng 4

Iceland Sea Angling ehf er ferðaþjónustufyrirtæki staðsett í Súðavík og sérhæfir sig í sjóstangveiðiferðum fyrir erlenda  ferðamenn.

Iceland Sea Angling ehf leigir út:

  • - 14 sumarhús í Súðavík.
  • - 7 gistirými í Bolungarvík.
  • - 21 sjóstangveiðibát

Komið af veiðum

        Framkvæmdastjóri félagasins er Finnur Jónsson
 
Sími 844 0145 - heimasíða: - www.icelandseaangling.is
 

Melrakkasetur Íslands ehf

Melrakkasetur

Melrakkasetur Íslands ehf Er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameigilegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

Hvar erum við?

Melrakkasetur Íslands er til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík, mitt á milli gömlu og nýju byggðarinnar. Húsið og rekstur þess er í höndum Súðavíkurhrepps en starfsemin er í höndum Melrakkaseturs Íslands ehf.
 
Frekari upplýsingar: 456-4922 / www.melrakki.is / melrakki@melrakki.is / Ester Rut Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri gsm: 862 8219
 

Samkomuhús Súðavíkur

Samkomuhús 1

Samkomuhúsið er með eldhúsi og hentar því vel fyrir samkomur t.d. ættarmót, afmælisveislur, fermingarveislur, giftingar eða til fundarhalds. Nokkrum sinnum á ári eru haldinn böll eða diskótek á Samkomuhúsinu og þau ætti engin að láta fram hjá sér fara.

 

Til leigu allt árið - Uppl. og bókanir hjá Súðavíkurhrepp í síma 450 5900

 


Tígur ehf

Tígur ehfTígur 2

Tígur 3Tígur 4

Aðsetur Tígur ehf er að Holtagötu 25 í Súðavík. 

Fyrirtækið er verktakafyrirtæki og býður upp á gröfuþjónustu o.fl.

 

Nánari upplýsingar í símum: 456-5902 / 864 0317 - Netfang: sigurdis@simnet.is