Kaffi og kökur á Melrakkasetrinu nk. laugardag.

Laugardaginn 17. september milli kl 13:00 - 16:00 ætlar fólkið frá Úkraínu að selja kaffi og kökur á Melrakkasetri Íslands í Súðavík og freista þess að safna upp í bílpróf fyrir einn úr hópnum. Allir hjartanlega velkomnir til að fá sér gómsætar kökur og styrkja gott málefni í leiðinni. Allur ágóði mun renna óskiptur til verkefnisins.