Raggagarður í Súðavík

Saga Raggagarðs er merkileg.

Fyrsta skóflustungan var tekin 14. maí 2004.  Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og
fyrir ötula vinnu Vilborgar Arnarsdóttur og margra góðra manna og kvenna er komin
fjölskyldugarður sem er vel sóttur á sumrin í Súðavík.  Bogga hafði framtíðarsýn og
hennar draumur um þennan yndislega áningarstað og fjölskyldugarð  hefur rætst og er hann til minningar 
um son hennar, Ragnar Frey Vestfjörð sem lést í bílslysi 19. ágúst 2001
Í Raggagarði kennir margra grasa og þar eru leiktæki við allra hæfi.
Margir hafa í gegnum árin komið að því að styrkja Raggagarð á ýmsan hátt og hann er okkur öllum
til mikils sóma.

R 1R 2

R 3R 4

R 6R 7

R 8Bogga 4