Heilsueflandi Súðavíkurhreppur

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps ákvað að halda í verkefni á árinu 2017 sem kallast Heilsueflandi samfélag í samvinnu við Landlæknisembættið.

Við síðan kjósum að kalla verkefnið Heilsueflandi Súðavíkurhreppur.

Markmið verkefnisins er að efla lýðheilsu, með því að styrkja, líkamlegt-, andlegt- og næringaratgervi manna í Súðavíkurhreppi.

Verkefnið miðar að því að gera gjaldtöku á íbúa sveitarfélagsins sem hóflegasta þegar kemur að þessum þremur lykilþáttum í vegferð einstaklinga til vellíðunnar og hamingju.

Verkefnið er í þróun og á eftir breytast eftir því sem við náum betri tökum á hamingjuvegferðinni hér í Súðavíkurhreppi.

 

Hamingjan er heilsa, sem er hamingjusöm heilsa!

 

 

 

Frístundastyrkir

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps ákvað árið 2016, að veita frístundastyrki til barna og unglinga að 18 ára aldri.

Foreldrar og forráðamenn þurfa að skila inn kvittunum til skrifstofu Súðavíkurhrepps fyrir þátttökugjöldum í íþróttum og tómstundum.

Endurgreiðslan var kr. 20 þús en var , árið 2019,  hækkuð í  25 þús. á hvert barn sem skráð er í sveitarfélagið. Skilyrði er að þátttökugjöldin séu hærri en sem endurgreiðslunni nemur.