Gönguhátíð súðavíkur er haldin ár hvert um verslunarmannahelgi. Dagskrá hátíðarinnar er síbreytileg frá ári til árs, en er alltaf fjölbreytt og skemmtileg. Þó eru nokkrir fastir liðir, eins og morgungrauturinn í Kaupfélaginu og ballið góða í Samkomuhúsinu. Hátíðin hentar öllum aldurshópum og boðið er upp á gönguferðir undir leiðsögn reyndra göngugarpa. Boðið er upp á fisléttar göngur, mjög krefjandi göngur og allt þar á milli. Hátíðin er mjög vinsæl og aðsóknin vex frá ári til árs, svo gott er að hafa í huga að tryggja sér gistingu í tíma.