Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Langeyri í Álftafirði

Súðavíkurhreppur gerir kunnugt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. breytingu á deiliskipulagi á Langeyri við Álftafjörð; breytt byggingamagn á deiliskipulögðum reit. 

Langeyri, iðnaðar- og athafnasvæði í Álftafirði

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti þann 8. janúar 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Langeyri í Álftafirði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Ástæða breytingarinnar er að auka byggingarmagn á svæðinu. Lóð nr. 21 bætist við og geymslusvæði við Langeyrarveg nr. 9 er breytt í byggingarlóð.

Tillagan  liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 21. janúar til 4. mars 2021 á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps www.sudavik.is.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og  berast skipulagsfulltrúa Súðavíkurhrepps  í síðasta lagi 4. mars 2021 á skrifstofu Súðavíkurhrepps,  Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða á netfangið sudavik@sudavik.is

 

Jóhann Birkir Helgason

skipulags- og byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps