Auglýsing um aðalskipulagsbreytingu - Súðavíkurhreppur

Súðavíkurhreppur óskar eftir athugasemdum vegna skipulagslýsingar endurskoðunar á Aðalskipulag Súðavíkurhrepps. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti 29. október síðastliðinn að heimila að skipulagslýsing fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi verði kynnt opinberlega skv. Skipulagslögum 123/2010 og að lýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsinguna má finna hér

Skipulagslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 1 í Súðavík og á heimasíðu Súðavíkurhrepps frá og með 23. nóvember 2021 til og með 22. desember 2021. Athugið að vegna skerts opnunartíma bæjarskrifstofu vegna COVID-19 er mælt með að hringja í 450 5900 til að bóka tíma ef óskað er eftir því að skoða gögnin á skrifstofunni.