Auglýsing tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2018-2030

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 2018-2030

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps, Iðnaðarsvæði innan Langeyrar og íbúðarbyggð neðan Aðalgötu skv. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010 m.s.br. ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006.

Skipulagstillagan verður til sýnis í afgreiðslu sveitarfélagsins að Grundarstræti 3 í Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 1. júní 2022 til og með 14. júlí 2022. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu Súðavíkurhrepps, www.sudavik.is.

Athugasemdir við tillöguna. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 14. júlí 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Súðavíkurhreppshans að Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða á netfangið sudavik@sudavik.is

Jóhann Birkir Helgason

skipulags- og byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps

Sjá tillögu hér og uppdrátt hér