Vímuvarnastefna Súðavíkurhrepps

Samþykkt 23. maí 2001.

Almennt
Samstarf Súðavíkurhrepps og íbúa hreppsins er nauðsynlegt til að markmiðum vímuvarnastefnu verði náð. Einnig er mikilvægt að félagasamtök og fyrirtæki í hreppnum hafi skíra stefnu í vímuvörnum, Samstaða allra íbúa hreppsins, ásamt félagasamtökum, fyrirtækum og stofnunum er sú leið sem vænlegust er til árangurs.

Markmið vímuvarnastefnunnar skal vera, að hafa áhrif á að ungt fólk hefji ekki neyslu vana bindandi vímugjafa. Stefnt skal að því að draga úr neyslu vímuefna með fræðslu og upplýsingastarfi, ásamt því að efla einstaklinginn til varnar gegn þeirri vá, sem steðjar að samfélaginu með auknu framboði á hættulegum efnum og eftirspurn nýrra neytenda. Áhersla skal lögð á það við unglinga að þeir fresti því að taka ákvörðun um áfengis- og tóbaksneyslu, til þess tíma að þeir hafi náð fullum þroska.

  • Súðavíkurhreppur hafnar með öllu dreifingu, sölu eða neyslu ólöglegra fíkniefna í byggðarlaginu.


Markmiðin eru;

  • engin ólögleg vímuefni í Súðavíkurhreppi.
  • að börn og ungmenni í Súðavíkurhreppi neyti hvorki tóbaks né áfengis.
  • að almenn neysla áfengis og tóbaks dragist saman.

 

Leiðir


Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps

  • Framfylgja skal reglum um tóbaksvarnir.
  • Í nafni sveitarfélagsins skal ekki gefa áfengi né veita það í verðlaun. Aldrei skal veita tóbak í nafni sveitarstjórnar og fylgja skal lögum um tóbaksvarnir meðan menn eru að störfum á vegum og í nafni sveitarstjórnarinnar.
  • Súðavíkurhreppur veiti foreldrafélaginu fjárstyrki, ef með þarf, til að standa straum af kostnaði vegna fræðslu eða fyrirlestra sem hafa forvarnagildi.


Foreldrafélag

  • Samstarf heimilis og skóla um forvarnir.
  • Foreldrasamningur heimilis og skóla verði tekinn upp í 5 efstu bekkjum grunnskólans.
  • Æskulýðstarfið í Súðavíkurhreppi skal miða að því að virkja börn og unglinga í gefandi tómstundarstarfi, undir handleiðslu leiðbeinanda sem vilja beita sér fyrir fjölþættu og skipulögðu starfi.
  • Foreldrafélagið fái fagaðila til að halda námskeið og /eða fyrirlestra, um það, sem hefur forvarnargildi. Foreldrafélagið hafi samstarf við foreldrafélögin í nágrannasveitarfélögunum um fyrirlestra.


Grunnskóli:

  • Grunnskólinn kenni besta fáanlega námsefni í forvörnum og lífsleikni, sem fagaðilar mæla með hverju sinni.
  • Í Súðavíkurskóla gilda reglur um tóbaksvarnir á vinnustöðum sem tóku gildi 15. júní 1999.
  • Viðurkenningar verði veittar reyklausum einstaklingum í 10. bekk í lok skólaárs.
  • Nemendur séu hvattir til að standa saman um að halda bekkjadeildum sínum vímulausum.


Nemendaráð

  • Nemendaráð leggi sitt af mörkum til að stuðla að heilbrigðu félagsstarfi í skólanum.


Framhaldsskóli

  • Þeir nemendur sem lokið hafa grunnskóla, sækja gjarnan framhaldsnám við Menntaskólann á Ísafirði. Því er mikilvægt að sveitarstjórnir sendi skýr skilaboð til stjórnenda og forsvarsmanna Menntaskólans, um að standa að öflugu og góðu félagsstarfi unglinga. Þetta geta sveitarstjórnir gert, með markvissri og samræmdri skólamálastefnu.


Félagsþjónusta

  • Samvinna félagsþjónustu og annarra hópa s.s lögreglu og heilsugæslu verði efld.


Heilbrigðistofnun:
Heilbrigðisþjónusta við Súðvíkinga er þjónustuð frá Heilsugæslu Ísafjarðar.

  • Æskilegt er að heilsugæslan veiti einstaklingum og fjölskyldum, sem glíma við vímuefnavanda, persónulega ráðgjöf.
  • Að heilsugæslan bjóði upp á námskeið og/eða ráðgjöf í heimabyggð, fyrir þá einstaklinga sem vilja hætta að reykja.


Lögregla:
Löggæslan í Súðavíkurhreppi heyrir undir lögsagnarumdæmi Sýslumannsins á Ísafirði.

  • Lögreglan sendi frá sér skýr skilaboð, um að ólögleg vímuefnaneysla verði ekki liðin.
  • Ef á þarf að halda, veiti lögreglan fræðslu til atvinnurekenda, sem og til afgreiðslufólks í verslunum og á skemmtistöðum, um sölu á tóbaki og áfengi.
  • Lögreglan kynni foreldrum þær reglur, sem gilda um tilkynningar til foreldra og barnaverndaryfirvalda vegna ítrekaðra útivistarbrota og vímuefnaneyslu ungmenna yngri en 18 ára. Hún taki einnig þátt í fræðslu til íbúa Súðavíkurhrepps um vímuefnanotkun, einkenni hennar og skaðsemi.


Atvinnurekendur

  • Atvinnurekendur marki sér vímuvarnastefnu og stuðli að því að farið sé að lögum, sem gilda um meðferð áfengis, tóbaks og annarra vímuefna og hafi vímuvarnastefnu sína sýnilega á vinnustað.


Félagasamtök

  • Þau félög sem starfa með börnum og ungmennum, setji sér vímuvarnastefnu og framfylgi henni.
  • Æskilegt er að íþróttaþjálfurum og öðrum sem vinna með börnum og unglingum, standi til boða námskeið á vegum félaganna eða annarra, sem fjalla í víðum skilningi um forvarnir.
  • Þeir aðilar, sem sækja um styrki til æskulýðs- og íþróttamála, skulu gera grein fyrir því, hvernig þeir sinna skipulegu forvarnarstarfi.

Stýrihópur VÁ- Vest. í Súðavík.

Þannig samþykkt á fundi hreppsnefndar 23. maí 2001