Samþykkt um styrk vegna fjarnáms starfsmanna Súðavíkurhrepps

Gildir frá 1. janúar 2006

 

  • Fastráðnir starfsmenn Súðavíkurhrepps sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eiga rétt á styrk vegna fjarnáms.
  • Fjarnámsstyrkur miðast við eina önn í senn.
  • Fullur fjarnámsstyrkur miðast við 100% starf, en starfsmaður í hlutastarfi fær styrk í hlutfalli við starfshlutfall.
  • Fullur fjarnámsstyrkur er veittur fyrir fullt fjarnám samkvæmt skilgreiningu skóla á fullu fjarnámi. Sé um hluta fjarnáms á önn að ræða miðast styrkurinn við það hlutfall.
  • Til að fá greiddan fjarnámsstyrk skal skila inn reikningi frá skóla og staðfestingu um að viðkomandi hafi staðist námskröfur.6 Ef starfsmaður þarf að vera fjarverandi vegna námsins heldur hann fullum launum séu fjarvistirnar innan við 3% af starfshlutfalli á skólaári. Fari fjarvistir vegna fjarnámsins yfir 3% á skólaári eru þær án launa.
  • Fyrir hverja önn, sem starfsmaður er styrktur til fjarnáms skuldbindur hann sig til að starfa því til viðbótar minnst hálft ár fyrir sveitarfélagið.
  • Ef styrkþegi stendur ekki við 7. gr. reglnanna skal hann endurgreiða 50% styrksinsÍ upphafi hvers árs skal leggja fyrir fræðslu og tómstundanefnd yfirlit yfir veitta styrki vegna fjarnáms, þar skal koma fram upplýsingar um styrkþega, skóla, hvaða nám var sótt og upphæð styrkja.
  • Hámarksstyrkur getur mest orðið kr. 75.000 fyrir hverja skólaönn og að hámarki kr. 150.000, fyrir hvert almanaksár.Upphæð styrks og hámarks styrkja vegna fjarnáms fylgir launavísitölu, miðað við vísitölu 01.01.2006.

 

 

 

 

Samþykkt á 66. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 19. janúar 2006.