Samþykkt um hundahald í Súðavíkurhreppi

Samþykkt 11. mars 2004

1.gr.

Hundahald í Súðavíkurhreppi sætir þeim takmörkunum sem tilgreind eru í samþykkt þessari.

 

 

 

 

2.gr.

 

Hundahald í þéttbýli (Súðavík) er háð eftirfarandi takmörkunum:

 

 

 

 
2.a
Eigandi hunds skal skrá hann á skrifstofu sveitarfélagsins og fá þar afhenta plötu sem alltaf skal vera um háls hundsins. Fyrir þetta skal hann greiða leyfisgjald samkvæmt gjaldskrá sem sveitarstjórn setur í samræmi við 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Við skráningu skal hundeigandi undirrita yfirlýsingu um að hann skuli í einu og öllu fara með hund sinn eftir fyrirmælum þessarar samþykktar, eins og hún er nú og síðar kann að verða breytt.

2.b
Skylt er hundeiganda að hafa hund sinn ábyrgðatryggðan hjá viðurkenndu tryggingafélagi þannig að tryggt sé að tryggingin taki til alls tjóns sem hundur kann að valda án nokkurra óeðlilegra skilyrða að mati sveitarstjórnar. Fyrir 1. júlí ár hvert skal leggja fram staðfestingu þess að tryggingin sé í fullu gildi.
 

 2.c

Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund, þótt í taumi sé inn í skólahús, leikvelli, almennar skrifstofur, opinberar stofnanir, samkomuhús, verslanir eða starfsstöðvar, hverju nafni sem þær nefnast, þar sem úrvinnsla, meðferð eða geymsla matvæla á sér stað.

 
2.d

Hundaeigendum er skylt að sjá svo um, að hundur raski ekki ró manna eða verði mönnum til óþæginda. . Á almannafæri (skiplagt þéttbýli) er leyfishafa skylt að fjarlæga saur eftir hund/a sína á tryggilegan hátt. Ef sótt er um leyfi til að halda hund í sambýlishúsi, skal skriflegt samþykki sameigenda/ stjórnar húsfélagsins í húsinu fylgja umsókn, sbr. lög nr. 26/1994 um fjöleignahús.

 

2.e

Til að standa straum af kostnaði sveitarfélagsins við skráningu og eftirlit með hundum í Súðavíkurhrepp, skal hver hundeigandi greiða árlegt gjald til sveitarsjóðs. Gjaldið greiðist fyrirfram við skráningu hundsins til næstkomandi júlímánaðar og síðan árlega 1. júlí fyrir eitt ár í senn. Sveitarstjórn ákveður fjárhæð í gjaldskrá, sem birt er í B –deild Stjórnartíðinda. Gjöld skulu aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits með einstökum þáttum. Af hundum sem blindir menn og öryrkjar þurfa á að halda vegna fötlunar sinnar skal ekkert gjald greiða.

2.f

Við greiðslu gjalds þessa ber hundeiganda að sýna vátryggingarskírteini, vottorð dýralæknis um að hundur sé ekki haldinn smitandi sjúkdómi og hafi verið hreinsaður af bandormum, svo og öll skilríki er máli skipta.

2.g

Sé hundeigandi undir 18 ára aldri verður honum ekki veitt leyfi til hundahalds nema forráðandi ábyrgist allar skyldur hans samkvæmt samþykkt þessari og áriti sérstaka yfirlýsingu þar um.

 

 

 

 

 

3.gr.

 
 
 

Hundeigendum í dreifbýli er skylt að láta hreinsa hunda sína, á eigin kostnað, einu sinni á ári. Hundeiganda er skylt að geta staðfest hvenær sem er, að hundur hans hafi verið hreinsaður á sl. 12. mánuðum. Eigandi er ábyrgur fyrir hverju því tjóni sem hundur hans kann að valda.

 

 

4.gr.

 

Hundar úr aðliggjandi sveitum, sem ekki eru í fylgd með eiganda sínum eða umráðamanni, svo og ómerktir flækingshundar, skulu teknir úr umferð.

 

Við brot á skilyrðum skv. 2. og 3 gr. skal fjarlæga viðkomandi hund. Eigandi hundsins fær þá ef um minniháttar brot er að ræða, tækifæri til að leysa út hundinn gegn greiðslu þess kostnaðar sem á hann er fallinn. Sé um að ræða alvarlegt eða ítrekað brot er viðkomandi hundur tekin af skrá og er þá ekki lengur heimild fyrir því að halda þann hund í sveitarfélaginu.

 

 

Sé hunds ekki vitjað innan sjö daga frá því að eiganda var tilkynnt um handsömun hans má aflífa hundinn, enda sé eiganda gert ljóst hvað vanræksla á að vitja um hundinn getur haft í för með sér. Yfirvöldum sveitarfélagsins er aldrei skylt að geyma skráðan hund lengur en tíu daga frá handsömun og er heimilt að láta aflífa hundinn að þeim tíma liðnum. Allur kostnaður við hundinn greiðist af eiganda.

 

 

Hættulega og óleyfilega hunda og þá hunda sem ganga lausir á almannafæri skal handsama og færa í geymslu. Heimilt er að láta lóga hættulegum hundum þegar í stað.

 

 

Handsömun á óskráðum hundi skal auglýst. Sé óskráða hundsins ekki vitjað innan 10 daga má láta aflífa hann. Komi síðar í ljós hver átti hundinn þá má krefja hann um greiðslu kostnaðar

 

Sveitarstjórn er hvenær sem er heimilt að afturkalla skráningu á einstökum hundum eða öllum hundum telji hún þess þörf.

 

 

 

5.gr.

 

Brot gegn samþykkt þessari eða reglum settum samkvæmt henni varðar sektum, nema þyngri refsing liggi við að lögum. Má út af brotum á samþykkt þessari skal fara að hætti opinberra mála og í samræmi við VI. Og VII kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

 

 

 

 

6.gr.

 

Framangreind samþykkt sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi samþykkt um hundahald í Súðavíkurhreppi samþykkt af Heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu 16. mars 1988.

 

 

 

Samþykkt á 35. fundi sveitarstjórnar þann 11. mars 2004