Reglur vegna hirðu garða í Súðavík

Elli- og örorkulífeyrisþegar:

  • Elli- og örorkulífeyrisþegar sem búa og hafa lögheimili sitt í hreppnum geta sótt um til hreppsins að fá garða sína hirta.
  • Starfsmenn áhaldahúss og/eða unglingavinna sjá um þessa hirðu. Fyrir hana er innheimt gjald, sjá gjaldskrá.


Aðrir:

  • Aðrir sem eiga húseignir í Súðavík, geta sótt um að fá þessa þjónustu. Súðavíkurhreppur hefur samning við verktaka um slíka vinnu og hefur milligöngu um að sjá um vinnu þessa.


Samþykkt á 56. fundi hreppsnefndar 21. júní 2001.