Reglur um kostnaðarþátttöku Súðavíkurhrepps vegna notkunar á öryggishnappi

Gildir frá 1. maí 2008

 

Súðavíkurhreppur samþykkti á 27. fundi sínum sem haldinn var 10 apríl sl. að útvega ellilífeyrisþegum og öryrkjum í Súðavíkurhreppi öryggishnapp þeim að kostnaðarlausu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.  

 

Reglunar eru:

1)    Viðkomandi þarf að hafa lögheimili í Súðavíkurhreppi

2)    Vera ellilífeyrisþegi eða öryrki.

3)    Hafa ekki rétt á öryggishnappi í gegnum Tryggingastofnun Ríkisins.

4)    Aðrir sem telja sig hafa þörf á slíkum hnapp er frjáls að sækja um og eru metnir hverju sinni.

5)    Sækja þarf um öryggishnapp til Félagsþjónustunnar við Djúp á skrifstofu Súðavíkurhrepps.

 

Súðavíkurhreppur niðurgreiðir jafnframt mánaðarlegan rekstrarkostnað öryggishnappsins þannig að greiðsla notanda verði að hámarki kr. 1.700 á mánuði.  Upphæðin miðast við vísitölu neysluverðs miðað við 1. apríl 2008 og tekur breytingum á þriggja mánaða fresti.

 

Súðavíkurhreppur sér um að láta setja upp búnaðinn, tengja hann við fjargæslu og gera þjónustusamning við þjónustuaðila.