Reglur Súðavíkurhrepps um ferðaþjónustu fatlaðra

amþykkt, 9. október 2008

 

Samkvæmtlögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992

1. gr.

Markmið

Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera fötluðum sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki og/eða eigin farartæki kleift að stunda atvinnu og nám, njóta tómstunda og sækja þjónustu sem veitt er fötluðum sérstaklega, s.s. hæfingu og endurhæfingu .

2. gr.

Réttur til þjónustunnar

Ferðaþjónusta fatlaðra er ætluð fyrir þá íbúa sveitarfélagsins sem eru:

a) Bundnir hjólastól

b) Blindir

c) Ófærir um að nota almenningsfarartæki og/eða eigin farartæki vegna annarrar fötlunar

3. gr.

Afgreiðsla og mat umsókna

Sækja skal um ferðaþjónustu fatlaðra hjá félagsmálastjóra á þar til gerðu eyðublaði. Skal hún metin á grundvelli möguleika umsækjanda til að nýta sér þjónustu almenningsvagna og/eða aðra ferðamöguleika. Ákvörðun um þjónustu er hægt að skjóta til félagsmálanefndar Súðavíkurhrepps.

4. gr.

Gjaldskrá

Ekki er greitt fyrir ferðir til að sækja sérhæfða þjónustu við fatlaða, svo sem hæfingu, endurhæfingu og tómstundir fatlaðra. Fyrir aðrar ferðir svo sem til og frá vinnu og skóla er greitt samkvæmt gjaldskrá almenningsfarartækja.

5. gr.

Gildistími

Reglur þessar voru samþykktar í félagsmálanefnd Súðavíkurhrepps þann 17. september 2008 og í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps þann 9. október 2008 og taka gildi frá og með 1. nóvember 2008.