1. Byggingarframlag er veitt vegna nýbygginga íbúðarhúsnæðis í Súðavíkurhreppi sem ætlunin er að reisa á árunum 2007–2010. Verði byggingu ekki lokið árið 2010 má framlengja frest um eitt ár til að ljúka henni.
2. Hver umsækjandi getur fengið úthlutað einu byggingarframlagi nema ef fyrirhugað er að byggja leiguhúsnæði getur umsækjandi fengið framlag til að byggja tvö íbúðarhús.
3. Hámark byggingaframlags miðast við framlag sem samsvarar byggingu íbúðarhúsnæðis allt að 140 m2 að stærð.
4. Umsækjandi þarf að framvísa staðfestingu um greiðslumat frá Íbúðalánasjóði og skila inn með umsókn um byggingarframlag.
5. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Súðavíkurhrepps og verður hver umsókn lögð fyrir sveitarstjórn til umsagnar og staðfestingar. Umsóknum skal skila á skrifstofu Súðavíkurhrepps.
6. Allt að tvö byggingarframlög verða veitt á ári á tímabilinu.
7. Við mat á umsóknum er tekið tillit til hvenær umsókn um byggingarframlag berst.
8. Eftir að umsókn hefur verið staðfest má líða allt að sex mánuðum þar til framkvæmdir hefjast. Eftir að framkvæmd hefst má líða allt að einu ári þar til íbúðarhúsnæði er tilbúið til búsetu.
9. Byggingarframlag nemur kr. 17.500 á hvern byggðan m2. Byggingarframlag tekur mið af innanmáli (m2) íbúðarhúsnæðis.
10. Ekki eru veitt byggingaframlög vegna viðbygginga við húsnæði, s.s. bílskúra garðhýsa eða vegna annarra breytinga á íbúðarhúsnæði.
11. Byggingarframlag er greitt til skráðs eiganda íbúðarhúsnæðis þegar íbúðarhúsnæði er tilbúið til búsetu.
12. Umsóknir sem borist hafa fyrir gildistöku þessara reglna verða afgreiddar á forsendum reglna er samþykktar voru í stefnumörkun Súðavíkurhrepps 2005-2010.
Reglur þessar taka gildi frá og með 13. febrúar 2007
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.