Reglur sem gilda um veiðar á mink og ref og greiðslu skotlauna

MINKAVEIÐI

Almennt
Eingöngu er greitt fyrir dýr sem unnin eru innan sveitarfélagsmarka Súðavíkurhrepps.

Þeir einir fá greidd skotlaun sem hafa gilt veiðikort.

Skottum og umbeðnum upplýsingum skal skila til skrifstofu Súðavíkurhrepps. 

 

Samið við verktaka

Súðavíkurhreppur mun leitast við að semja við verktaka um minkaveiði í sveitarfélaginu og miðast veiðitímabilið frá 1. maí með því að leita í æðavörpum.  Þau vörp eru við Langeyri, við Hvítanes, í Ögurhólmum, í Þernuvík, Eyri í Mjóafirði, Hrútey og Skálavík. Leitað skal meðfram eftirtöldum veiðiám og veiðivötnum sem seld eru veiðileyfi í sem eru efri og neðri Selvatn, Ísafjarðará, og Laugardalsá.

 

Önnur minkaveiði

Ekki verða greidd skotlaun fyrir minkaskott frá öðrum en þeim sem samningur er við hverju sinni.

 

 

REFAVEIÐI


Almennt

Eingöngu er greitt fyrir ref sem unnin eru innan sveitarfélagsmarka Súðavíkurhrepps.

Þeir einir fá greidd skotlaun sem hafa gilt veiðikort.

Einungis er tekið við heilum dýrum sem fara í krufningu.

Heilum dýrum og umbeðnum upplýsingum skal skila til Melrakkaseturs Íslands í Súðavík.  Greiðsla skotlauna fer fram á skrifstofu Súðavíkurhrepps samkvæmt reikningi og staðfestingu um skil frá Melrakkasetrinu.

Hámark er 10 dýr úr hverjum firði sveitarfélagsins á ári sem miðast við áramót. 

 

Útkallsaðili vegna dýrbíta

Súðavíkurhreppur mun leitast við að semja við verktaka um að sinna hlutverki útkallsaðila vegna dýrbíta sem leggst á búfé eða ef refur sækir stíft í æðarvarp. 

Forsenda fyrir útkalli æðarbónda er að hann hafi girt af æðarvarpið og sé að sinna því eftirliti sem nauðsynlegt er með varpinu hverju sinni. 

Greitt er samkvæmt samningi við verktaka.

 

Ef kallað er eftir útkallsaðila verður heimilt að innheimta hjá útkallsaðila 20% af þeim kostnaði sem af útkallinu hlýst.

 

Önnur refaveiði

Þeir sem geta fengið greidd skotlaun eru eigendur lögbýla sem eru með búskap eða aðilar í þeirra umboði.

Greidd eru skotlaun samkvæmt auglýsingu Umhverfisráðherra um viðmiðunartaxta

ríkisins vegna refa- og minkaveiða.

 

 

Samþykkt á 9. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2010