Málsmeðferðarreglur vegna vínveitingarleyfa í Súðavíkurhreppi

1. gr.

Þegar umsókn um vínveitingarleyfi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skulu umsagnir lögreglu, byggingarfulltrúa, Heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits (slökkviliðsstjóra) liggja fyrir. Jafnframt skulu liggja fyrir þau fylgigögn sem áskilin eru og upp eru talin í 6.gr. reglugerðar um smásölu og veitingar áfengis nr. 177 17. mars 1999, þau eru afrit af gildu veitingarleyfi, sakavottorð, vottorð um að viðkomandi skuldi ekki skatta, opinber gjöld, eða iðgjöld í lífeyrissjóði, yfirlýsing þess efnis að sá sem er tilnefndur stjórnandi skv. 5.mgr. 13.gr áfengislaganna uppfylli þau skilyrði sem þar eru sett. Þá ber skipulagsnefnd að fjalla um einstakar umsóknir með tilliti til staðsetningar vínveitingarstaðar, nálægðar þeirra við íbúðabyggð og gildandi skipulags.

2. gr.

Heimilt er að gefa út bráðabyrgðarleyfi til rekstraraðila vínveitingarstaðar meðan umsókn er til meðferðar ef um er að ræða umsókn um endurnýjað leyfi eða umsókn nýs aðila að stað sem var með leyfi. Slíkt bráðarbyrgðarleyfi má þó ekki gefa út fyrr en leyfisgjald hefur verið greitt og fyrir liggur vottorð þess efnis að trygging skv. 2. mgr. 14. gr. áfengislaga hafi verið lögð fram. Bráðabyrgðarleyfi má gefa út til allt að 6 mánaða.

3. gr.

Almennt skal málsmeðferðartími þegar um nýjan stað er að ræða ekki fara yfir 8 vikur frá því að fullnægjandi gögn hafa borist. Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls mun tefjast skal skýra umsækjanda frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar er að vænta.

4. gr.

Almennt skal málsmeðferðartími þegar um endurnýjun er viðbótarleyfi er að ræða ekki fara yfir 4-5 vikur frá því fullnægjandi gögn hafa borist. Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls mun tefjast skal skýra umsækjanda frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar er að vænta.

5. gr.

Þegar um nýjan stað er að ræða eða innréttingu eldri staðar hefur verið breytt skal þess sérstaklega gætt að lokaúttekt byggingarfulltrúa hafi farið fram.

6. gr.

Við afgreiðslu vínveitingarleyfa skal sveitarstjórn rökstyðja afgreiðslu sína og gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sem réðu henni. Skal sveitarstjórn ákveða heimilaðan veitingartíma áfengis á viðkomandi veitingarstað og gildistíma og skilyrði leyfis, en skv. 2. mgr. 7gr. reglugerðar nr. 177 er sveitarstjórn heimilt að binda leyfi því skilyrði að það nái einungis til sölu á áfengu öli og léttu víni.

7. gr.

Með vísan til 14. gr. laga um smásölu áfengis og til 5. gr. reglugerðar nr. 177, 17. mars 1999 ákveður sveitarstjórn afgreiðslutíma áfengis í sínu umdæmi. Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps samþykkir að vínveitingar skulu vera til samræmis við reglugerðir um skemmtanahald og með þeim takmörkunum sem greinir í lögum um helgarfrið.

Því gilda tvær eftirfarandi almennar reglur í Súðavíkurhreppi;

Regla 1.
Veitingar áfengis eru heimilar frá kl. 16.00 til 03.00 aðfaranótt laugardags og sunnudags eða aðfaranótt almenns frídags, en á öðrum dögum frá kl 16.00 til 01.00. Þó skal gæta almennra ákvæða um helgidagafrið sbr. nú lög nr.32/1997 um helgarfrið.

Regla 2.
Veitingar áfengis eru heimilar frá kl. 11:00 til kl 01:00 alla daga; þó til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags eða aðfaranótt almenns frídags. Þó skal gæta almennra ákvæða um helgidagafrið sbr. nú lög nr.32/1997 um helgarfrið.

Heimillt er að takmarka veitingartíma frekar en ofan greinir ef veitingarstaður er umlukinn eða í mjög mikilli nálægð við íbúðarbyggð. Ef telja verður að starfssemi vínveitingarhúss falli ekki að nálægri byggð er heimillt að synja um vínveitingarleyfi.

Þrátt fyrir ofangreind ákvæði um veitingartíma er heimillt að veita dvalargestum hótela og gististaða áfengi til kl 03.00 alla daga. Jafnframt er heimillt að veita áfengi í litlum umbúðum með sjálfsafgreiðslu úr sérstökum skáp (minibar) á gistiherbergi til dvalargesta á gististað.
Heimillt er að veita leyfi til veitinga áfengis utandyra þó ekki lengur en til kl 23.00. Sækja skal sérstaklega um slíkt leyfi. Heimilt er að hafa annan gildistíma á slíku leyfi en almennra leyfa til áfengisveitinga.

8. gr.

Með vísan til 17.gr. laga um smásölu áfengis og til 14.gr. reglugerðar nr. 177, 17.mars 1999 þá er heimilt að gefa út þegar sérstaklega stendur á tækifærisleyfi til vínveitinga og gildir þá eftirfarandi;

Tækifærisleyfi er einungis veitt þegar sérstaklega stendur á og af sérstöku tilefni og skulu slíkar ástæður tilgreindar í umsókn með slíku leyfi. Súðavíkurhrepp er heimilt að óska frekar skýringa þegar sótt er um tækifærisleyfi. Tækifærisleyfi verður einungis veitt ábyrgðarmanni húsnæðis uppfylli hann skilyrði 17. gr. en þar er ábyrgðarmanni sett skilyrði fyrir sölu og veitingu áfengis.
Umsókn um tækifærisleyfi skulu berast skrifstofu Súðavíkurhrepps með minnst fimm daga fyrirvara. Sveitarstjóri gefur út tækifærisleyfi í umboði sveitarstjórnar.
Tækifærisleyfi eru ekki veitt í tengslum við íþróttaviðburði fyrir eða meðan á þeim stendur, en heimilt er að gefa út slíkt leyfi eftir að íþróttaviðburði lýkur í hófi sem tengist íþróttaviðburðinum.
Verði handhafi leyfis uppvís af vanrækslu á skyldum sem á honum hvíla eða hann uppfyllir ekki skilyrði sem um leyfi og rekstur gilda skal sveitarstjórn eða lögreglustjóri veita honum skriflega áminningu. Afrit slíkrar áminningar skal berast sveitarstjórn og lögreglustjóra.

9. gr.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, byggingarfulltrúi eða slökkviliðsstjóri skulu tilkynna sveitarstjórn verði þeir áskynja þess í eftirliti sínu að leyfishafi ræki ekki skyldur sínar með þeim hætti að tilefni sé til sérstakrar áminningar. Þó svo að sveitarstjórn telji ekki tilefni til sérstakrar áminningar skal leyfishafa tilkynnt um þær ábendingar sem fram koma frá ofangreindum aðilum og að ítrekun geti leitt til sérstakrar áminningar.

10. gr.

Verði leyfishafi uppvís um endurtekna vanrækslu eða þrátt fyrir áminningar þá skal sveitarstjórn meta hvort tilefni sé til leyfissviptingar.

Til umsagnar hjá;
Lögreglustjóra Ísafjarðarsýslu.
Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
Byggingarfulltrúa Súðavíkurhrepps.
Stýrihóps VáVest.