Litli bær í Skötufirði

 

Bærinn var gerður upp að utan af þjóðminjasafninu árin 1998 –2002. Bærinn er hlaðinn til hliðanna og smíðaður úr timbri að öðru leyti og er þakið gert úr torfi. Litlibær var byggður árið 1895 af þeim Finnboga Péturssyni og Guðfinni Einarssyni.

Ferðamenn geta farið að bænum og skoðað bæinn og skrifað í gestabók sem þar er.
Einnig er hægt að hafa samband við Kristján og Sigríði á Hvítanesi sem hafa umsjón með bænum til að fá frekari upplýsingar og leiðsögn um svæðið.