Gildistími: 2012 – 2015
Samþykkt í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps 12. apríl 2012
1.gr.
Jafnréttisáætlun Súðavíkurhrepps byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í samfélaginu, svo nýta megi til fulls þann mannauð sem í sveitarfélaginu býr.
2.gr.
Markmið jafnréttisáætlunarinnar er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í Súðavíkurhreppi og að kynjasamþætting verði á öllum sviðum. Jafnframt er það markmið að bæði konur og karlar njóti sömu réttinda og kjara, óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, uppruna, litarhætti, efnahag, ætterni, fötlun eða sjúkdómum og nýti sér það lagalega jafnrétti sem er til staðar í atvinnulífinu, innan fjölskyldunnar, í félagslífi og til menntunar. Leitast skal við að flétta jafnréttismálin inn í starfsemi og líf íbúanna, þannig að þau verði eðlilegur þáttur í allri starfsemi.
3.gr.
Með jafnréttisáætlun Súðavíkurhrepps er kveðið á um það hvernig sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki í Súðavíkurhreppi geta unnið að jafnrétti, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla og þar með að bættum samskiptum og líðan allra íbúa sveitarfélagsins.
4.gr.
Með samþykki jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélagið er lögð áhersla á frumkvæði yfirstjórnar sveitarfélagsins til aðgerða og eftirfylgni sem jafna rétt kynjanna.
5.gr. Framkvæmd, umfang og árangursmat
Jafnréttisáætlun Súðavíkurhrepps tekur til stjórnkerfis sveitarfélagsins og starfsmanna þess annars vegar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem veitt er hjá stofnunum sveitar-félagsins.
Jafnréttisnefnd Súðavíkurhrepps fer með jafnréttismál sveitarfélagsins og skal leitast við að jafna stöðu kynjanna í fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélagsins ásamt því að vera ráð-gefandi í stefnumótun í málaflokknum.
Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum Súðavíkurhrepps skal leitast við að hlutföll kynja séu sem jöfnust og sérstök áhersla verði lögð á jafna hlut kvenna og karla í áhrifa- og stjórnunarstöðum s.s. sem segir lögum nr. 10/2008 18. gr.
Aðgerð |
Ábyrgð |
Árangursmat |
Hlutfall kynja í nefnum og ráðum verði jafnað. Stefnt skal að því að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40%. |
Sveitarstjórn. |
Hlutfall kynja í nefndum og ráðum. |
6.gr. Stjórnsýsla og starfsmannastefna
Lausar stöður hjá sveitarfélaginu skulu að öllu jöfnu auglýstar til umsóknar. Við nýráðningar skal vera hvatning til þess kyns sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein og skal það koma fram í auglýsingu um starf eða sem hvatning þess efnis að konur jafnt sem karlar sæki um starfið.
Við úthlutun verkefna, ráðninga, tilfærslna í starfi og við uppsagnir skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Þess skal gætt að konur og karlar njóti að öllu leyti sambærilegra kjara og starfsaðstæðna. Í því sambandi skal leitast sérstaklega við að gæta jafnræðis við mat mismun-andi reynslu, starfssviðs og menntunar kvenna og karla. Þannig skal til dæmis leitast við að meta heimilisstörf til starfsaldurs.
Aðgerð |
Ábyrgð |
Árangursmat |
Atvinnuauglýsingar skulu vera kynhlutlausar og lögð skal áhersla á að störf flokkist ekki í kvenna- og karlastörf. |
Sveitarstjórn, sveitarstjóri, skólastjóri Súðavíkurskóla og félagsmálastjóri, Félagsþjónustu við Djúp. |
Jafnréttisnefnd fari yfir atvinnuauglýsingar í byrjun hvers árs. |
Umsækjandi af því kyni sem er minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu þegar jafnhæfir umsækjendur eiga í hlut. |
Yfirmenn sem sjá um ráðningar. |
Jafnréttisnefnd. |
Það telst þó ekki til mismununar að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar, barnsburðar og umönnunar ungbarna.
Starfsfólk sveitarfélagsins skal gefinn kostur á að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Einnig skal það eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu vinnu-tíma, þar sem því verður við komið. Konum og körlum skal einnig gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið til að sinna fjölskylduábyrgð, eins og umönnun veikra barna eða annarra nákominna.
Aðgerð
|
Ábyrgð |
Árangursmat |
Starfsfólki sveitarfélagsins skal gefinn kostur á sveigjanlegum vinnutíma til að samþætta fjölskyldu- og athafnalíf. |
Yfirmenn. |
Fjöldi starfsmanna sem nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. |
Karlar verði hvattir til að taka sér fæðingarorlof og til að sinna veikum börnum til jafns við konur. |
Yfirmenn. |
Hlutfall karla sem sem taka sér frí vegna veikinda barna og fæðingarorlof. |
7.gr. Fræðsla og ráðgjöf
Fræðsla og aðstoð í jafnréttismálum skal standa starfsmönnum Súðavíkurhrepps og öðrum bæjarbúum til boða. Þetta á við um störf og starfsaðstæður, s.s. kjör og samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni, valdbeitingu og önnur þau mál sem snúa að jafnrétti og samskiptum kynjanna. Þar á meðal leiðbeiningar við kærur til kærunefndar jafnréttismála.
Aðgerð |
Ábyrgð |
Árangursmat |
Lög um jafnréttismál verði gerð aðgengileg fyrir alla sem nota þurfa. |
Jafnréttisnefnd. |
Fjöldi mála og úrlausnir þeirra. |
Allt æskulýðsstarf á vegum sveitarfélagsins skal vera skipulagt þannig að stúlkur og drengir hafi sömu tækifæri til íþróttaiðkana og íþrótta- og félagasamtök eru hvött til að gera hið sama. Kynin sitji jöfn að fjárveitingum á vegum sveitarfélagsins til íþróttaiðkunnar. Þess skal gætt að stúlkur og drengir hafi sömu möguleika til sumarstarfa á vegum sveitarfélagsins. Tryggja skal starfsmönnum þessara stofnana nauðsynlega fræðslu til að gera þá meðvitaðri og hæfari til að vinna að jafnrétti kynjanna.
Aðgerð |
Ábyrgð |
Árangursmat |
Í félagsmiðstöð verði áhersla á viðfangsefni sem höfða til beggja kynja. |
Fræðslu- og tómstundanefnd. |
Greining á því hvernig heimsóknir stúlkna og drengja er í félagsmiðstöð. |
Jafn mikil áhersla sé lögð á íþróttir fyrir stelpur og stráka. |
Fræðslu- og tómstundanefnd. |
Greining á því hvernig fjármagn skiptist milli kynja. |
Beina skal því til skólayfirvalda og forstöðumanna uppeldisstofnana að vinna að jafnri stöðu kynjanna og veita börnum og unglingum hvatningu til að rækta sérkenni sín og jákvæð samskipti kynjanna.
Áherslu skal leggja á að kennarar fái þjálfun í að undirbúa nemendur af báðum kynjum fyrir einkalíf, atvinnulíf, félags- og fjölskyldulíf.
Jafnréttisnefnd skal veita íbúum sveitarfélagsins liðveislu í jafnréttismálum sé eftir því leitað og hjálpa einstaklingum til að leita réttar síns s.s. sem með kærur til kærunefndar jafnréttismála.
Grunnskóli, leikskóladeild og tónlistardeild Súðavíkurhrepps skulu kappkosta að:
að námsefni mismuni ekki kynjunum,
Aðgerð |
Ábyrgð |
Árangursmat |
Kennurum verði gert kleyft að sækja námskeið í jafnréttismálum, séu þau í boði. |
Skólastjóri Súðavíkurskóla |
Mat á líðan barna í skólanum. |
Sjálfsstyrking verði hluti af námi á öllum skólasigum. |
Skólastjóri Súðavíkurskóla. |
Mat á líðan barna í skólanum. |
Námsefni mismuni ekki nemendum eftir kyni eða uppruna. |
Skólastjóri Súðavíkurskóla. |
Mat á námsefni. |
8. gr. Málefni aldraðra
Öldruðum skal búin sú aðstaða að geta búið á heimilum sínum sem lengst og þeir geti verið virkir í sínu samfélagi. Aldraðir hafi aðgang að félagsstarfi þar sem þau geti hist og stundað ýmis konar tómstundaiðju.
Öldruðum skal búin sú aðstaða að geta búið á heimilum sínum sem lengst og þeir geti verið virkir í sínu samfélagi. Aldraðir hafi aðgang að félagsstarfi þar sem þau geti hist og stundað ýmis konar tómstundaiðju.
Aðgerð |
Ábyrgð |
Árangursmat |
Heimaþjónusta miðist við þarfir hvers og eins og beinist til sjálfshjálpar. |
Félagsmálanefnd. |
Viðhorfskönnun og fjöldi þeirra sem njóta heimaþjónustu. |
Félagsstarf aldraðra tryggi eldri borgurum félagsskap, tómstundaiðju og skemmtun og starfið henti báðum kynjum. |
Félagsmálanefnd. |
Fjöldi og kynjahlutfall þeirra sem sækja félagsstarf. |
9.gr. kynning
Jafnréttisáætlun þessa skal kynna fyrir stjórnendum sveitarfélagsins, starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Eftir samþykki jafnréttisáætlunar Súðavíkurhrepps skal hún einnig kynnt, íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
Stöðu kvenna og karla í Súðavíkurhreppi skal kanna á hverju kjörtímabili.
Nauðsynlegar eru fræðslu- og kynningaraðgerðir að frumkvæði sveitarfélagsins sem hafa það að markmiði að efla jafnrétti kynjanna.
Aðgerð |
Ábyrgð |
Árangursmat |
Kynning og birting jafnréttisáætlunar á vef Súðavíkurhrepps og umfjöllun á fundum sveitarfélagsins. |
Sveitarstjóri og sveitarstjórn. |
Mat á jafnrétti íbúa Súðavíkurhrepps. |
10.gr. Endurskoðun
Áætlun þessi skal yfirfarin af sveitarstjórn annað hvert ár en heildar endurskoðun skal fara fram á fjögurra ára fresti, strax eftir kosningar.
Samþykkt á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. apríl 2012
Ómar Már Jónson, sveitarstjóri
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.