Fræðslu-, tómstundar-, menningar- og kynningarnefnd

 

Kjörtímabilið 2022 - 2026

 

Aðalmenn:

Varamenn:

Aníta Björk Pálínudóttir

Salbjörg Sigurðardóttir

Selma Guðmundsdóttir

Stella Guðmundsdóttir

Þorsteinn Haukur Þorsteinsso

Oddný Bergsdóttir

Lilja Ósk Þórisdóttir

 

Hlutverk nefndarinnar er:

 

• að vera sveitarstjórn til ráðgjafar í fræðslu, menningar og kynningarmálum,

• að gera tillögur til sveitarstjórnar um markmið í fræðslustarfi á vegum sveitarfélagsins,

• að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið sveitarstjórnar í fræðsu  barna og unglinga nái fram að ganga,

• að vera umsagnaraðili um ráðningar skólastjóra og annarra starfsmanna þeirra stofnana sem undir hana heyra,

• að hafa umsjón með framkvæmd könnunar á þörf fyrir leikskólarými a.m.k. á tveggja ára fresti,

• að sjá um að öll skólaskyld börn í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu,

• að starfa með skólastjórum og gera tillögur um úrbætur í skólastarfi og gera tillögur er miða bættum aðbúnaði til skólahalds eftir atvikum,

• að leitast við að hafa gott og náið samstarf við þau frjálsu félagasamtök, sem í sveitarfélaginu starfa, með það að leiðarljósi að efla starf þeirra.

• að leitast við að hafa gott og náið samstarf við þau íþrótta og tómstundarfélög sem í sveitarfélaginu starfa, með það að leiðarljósi að efla starf þeirra.

• að sjá til þess að menningarstefna sveitarfélagsins sé unnin og fylgja henni síðan eftir,

• að sjá um framkvæmd á menningarstyrkjum sveitarfélagsins og gera tillögur um styrkþega til sveitarstjórnar,

• að sjá um að stefna sveitarfélagsins í upplýsinga og kynningarmálum sé unnin og fylgja henni síðan eftir,

• að sjá um að stefna sveitarfélagsins í íþrótta og tómstundarmálum sé unnin og fylgja henni eftir,

 

Nefndin gerir tillögur til sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun vegna þeirra stofnana, sem tilheyra verksviði nefndarinnar og í fræðslu-menningar og kynningarmálum almennt.

Nefndin skal hafa faglega umsjón með þeim stofnunum sem á verksviði hennar eru og hafa eftirlit með því að stofnanirnar starfi innan ramma laga og samþykktrar fjárhagsáætlunar á hverjum tíma.