Almennar húsreglur íþróttahúss Súðavíkurskóla

1. Notendur hússins skulu aðeins vera þeir sem eru á vegum og á ábyrgð:

  • · Súðavíkurskóla.
  • · Ungmannafélagsins Geisla samkvæmt leigusamningi Súðavíkurhrepps og ungmannafélagsins.
  • · Annarra leigutaka sem gera samning þar um við Súðavíkurhrepp.

2. Notendur hússins skulu fara úr útiskóm í anddyri og raða þeim snyrtilega

3. Notendur hússins skulu nota íþróttaskó sem eingöngu eru notaðir innanhúss.

4. Notkun áfengis, tóbaks og tyggigúmmís er bönnuð í húsinu (hægt er að sækja um undanþágu um bann við notkun áfengis vegna veisluhalda og dansleikja) .

5. Notendur hússins skulu ganga vel um húsnæði og búnað og ganga frá eftir sig að notkun lokinni.

6. Sérstök dagbók skal vera staðsett í íþróttahúsinu og þar skal skráð öll notkun hússins á vegum annarra en Súðavíkurskóla. Skráning í bókina er á ábyrgð árbyrgðarmanna leigutaka. Skal skrá nafn leigutaka, dagsetningu, tíma og nafn ábyrgðarmanns. Umsjónamaður dagbókar er húsvörður.

Samþykkt í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps þann 12. apríl 2012

 

 

 

Reglur um afnot Ungmennafélagsins Geisla af

íþróttahúsi Súðavíkurskóla

Samkvæmt leigusamningi við Súðavíkurhrepp sem var undirritaður 2 mars 2011.

 

1. Ungmannafélagið skipar ábyrgðarmann fyrir hvern þann tíma sem nýttur er í íþróttahúsinu og skulu ábyrgðarmenn vera lögráða og með óflekkað mannorð. Upplýsingar um ábyrgðarmenn skulu vera sýnilegar á töflu í íþróttahúsinu.

2. Ábyrgðarmaður skal tryggja að þeir sem nota salinn sýni tilhlýðilega háttsemi og fari að húsreglum.

3. Ábyrgðarmaður skal mæta í upphafi hvers tíma og vera til staðar í húsinu þann tíma sem íþróttasalur er í notkun.

4. Ábyrgðarmaður skal sjá um að í lok hvers tíma sé íþróttasal og búningsherbergjum skilað í því ástandi sem það var í við viðtöku og sér um að ganga frá húsinu, skrá í dagbók og læsa.

5. Ábendingar um brot á reglum skal beina til sveitarstjóra.