Fréttir

6. fundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps 2022-2026

Opinn tími í atvinnuráðgjöf ofl. hjá Vestfjarðastofu

Tillaga að starfsleyfi Ævintýradalsins ehf vegna bleikjueldis

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi vegna bleikjueldis Ævintýradalsins ehf. Heydal í Súðavíkurhreppi

Framkvæmdir við Langeyri

5. fundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps 2022-2026

Félagsleg liðveisla

Óskað er eftir starfsfólki í félagslega liðveislu

Viðvera Vestfjarðastofu í Súðavík

4. fundur sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps 2022-2026

Dýralæknir verður í Súðavík 25.10.2022

PIFF alþjóðleg kvikmyndasýning á Vestfjörðum

Piff, The Pigeon International Film Festival var haldin á Ísafirði dagana 13. - 16. október. Mikið af frábærum myndum voru sýndar og annað árið í röð voru sýningar í bókasafninu í Kaugfélagi Súðavíkur. Á föstudagskvöldinu þ. 14. okt.voru fjórar stuttmyndir sýndar. Á laugardagskvöldinu þ. 15. voru sex stuttmyndir í boði, allar leikstýrðar af konum. Leikstjóri, Doll story, Shakila Samavati heimsótti okkur og sagði okkur frá mynd sinni og svaraði spurningum áhorfenda. Þá kom aðalleikona myndarinnar The Untouchable, Nika Shahbazzadeh og sagði okkur frá myndinni, sinni upplifun og svaraði svo spurningum. Leikstjóri The Untouchable er Avazeh Shahnavaz. Það var okkur mikill heiður að frá þessar frábæru konur í heimsókn til okkar, vera þátttakendur í PIFF og geta boðið upp á metnaðarfullar og vel gerðar kvikmyndir og stuttmyndir. Þess má síðan má geta að á laugardeginum var barna og unglingabíó og kvikmyndin “Jim Button og hinir brjáluðu 13” sýnd. Boðið var upp á popp, snakk og gos á sýningunni og var þetta hin besta skemmtun.