Ýmsar framkvæmdir í Súðavíkurhreppi 2025

Það er ýmislegt að gerast, bæði stórt og smátt í Súðavíkurhreppi.
Framundan uppsetning á húsakosti á Langeyri. Uppbygging verskmiðju er næsta skref þegar búið er að jafna á fyllingarsvæði og ganga frá umhverfi. Sú vinna stendur yfir þar sem Tígur efh. hefur undanfarna daga verið að dýpka vatnsrás við Djúpveg ofan við Langeyri til að veit vatni framhjá landfyllingunni. Þá er það húsnæði fyrir Orkubú Vestfjarða sem hefur þegar verið boðið út og verður staðsett ofan við Langeyrarveg við gatnamót við Djúpveg. Þá er frekari uppbygging á vegum Bláma og Súðavíkurhrepps neðan kirkju, en þar hefur risið hús sem mun hýsa segulhverfilinn sem mun gefa okkur heitt vatn í pottaaðstöðuna. Pottaskeljarnar eru væntanlegar næstu daga og þá hefst uppsetning á þeim hluta. Deiliskipulagning stendur yfir. Jarðvinna, byggingar og lagfæringar hverskonar í Súðavík auk þess sem hellur og steinar og kantar hafa verið lagaðir auk frágangs milli minningarreits og plans við Aðalgötu. Ýmis verkefni í Súðavík og vonandi sem víðast hvar í sveitarfélaginu. Þá er verið að vinna við húsið sem stendur fjærst Súðavík í hreppnum, á Eyri í Ísafirði, en þar hefur landeigandi reist stóran sumarbústað og stendur til að leggja þar vatn og rafmagn. Og Orkubú Vestfjarða, Snerpa og Súðavíkurhreppur leggja ljósleiðara frá Reykjanesi um Svansvík. Þá er það strenglagning Orkubús Vestfjarða sem fer að skýrast, en þær framkvæmdir eru framundan og munu verða bylting fyrir sveitarfélagið. Strengur verður lagður ofan við Súðavíkina og enda í afhendingarstað við Langeyri.
Ljósleiðari er kominn um allt sveitarfélagið til viðbótar við það sem hófst í átakinu Ísland ljóstengt sem er til fyrirmyndar og líklega einstakt á landsvísu. Auk þessa var farið í að kaupa brunahana til enudnýjunar í gamla þorpinu. Því tengt hefur Efla unnið við endurbætur og lagfæringar á kaldavatnskerfi sveitarfélagsins. 
 
 
Undanfarnar vikur var ráðist í lóðina við leikskólann, jafnað og lagað til og gerfigras lagt. Nú stendur yfir uppsetning á leiktækjum sem mun nýtast og prýða umhverfið. 
Að öðrum undanförnum árum ólöstuðum er búið að vera mikið í gangi í endurbótum og uppbyggingu í sveitarfélaginu undanfarið sumar.