Vinnuskólinn 2021 í Súðavík

Vinnuskólinn í Súðavík er fyrir börn og unglinga fædd 2005, 2006, 2007 og 2008 og hefst þann 10. júní og stendur yfir í 4 eða 5 vikur.

Opið er fyrir umsóknir í vinnuskólann og æskilegt að umsóknir hafi borist skrifstofu Súðavíkurhrepps fyrir 3. júní 2021.

Hægt er að hafa samband með tp. á sudavik@sudavik.is - eða mæta á skrifstofu virka daga milli 10:00 og 15:00. Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 4505900.

Dagleg stjórn vinnuskólans er í höndum flokkstjóra og helstu verkefni eru snyrting og fegrun umhverfis í Súðavíkurhreppi.

Unnið er alla virka daga vikunnar, vinnutími frá 8:00 - 14:00.

Unglingar fæddir 2005: 1.259 kr. pr. klst.

Unglingar fæddir 2006: 1.078 kr. pr. klst.

Unglingar fæddir 2007: 908 kr. pr. klst.

Unglingar fæddir 2008: 747 kr. pr. klst.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hér.