Viðvera Vestfjarðastofu í Súðavík

Magnús Þór Bjarnason, ráðgjafi hjá Vestsfjarðastofu, verður með viðveru í Súðavík á morgun fimmtudaginn 27. október 2022.

Magnús getur svarað spurningum þeirra sem hafa í huga verkefni eða umsóknir í uppbyggingarsjóði eða byggðaátaksverkefni í sveitarfélaginu. Hann verður í húsnæði Súðavíkurhrepps að Grundarstræti - Álftaveri.