VERSLUNARREKSTUR – VEITINGAÞJÓNUSTA
Súðavíkurhreppur auglýsir eftir áhugasömum og drífandi rekstraraðilum fyrir verslun og veitingarekstur í Grundarstræti 1 í Súðavík. Verslunin er staðsett á jarðhæð i Grundarstræti 1 sem er í stjórnsýsluhúsi Súðavíkurhrepps. Rekstrinum fylgir búnaður til verslunarreksturs s.s. kassakerfi, hillur og kælar og annar helsti búnaður. Einnig er eldhús inn af verslun og hefur staðurinn rekstrarleyfi. Helstu áhöld til veitingaþjónustu og reksturs mötuneytis. Í rekstri felst því almenn verslunarþjónusta og hugsanlega rekstur mötuneytis fyrir Súðavíkurskóla auk þjónustusamnings við Orkuna. Þá eru möguleikar fyrir veitingasölu á staðnum sem er búinn tækjum til létts veitingareksturs. Stór salur er í rými Grundarstrætis búinn borðum og stólum með ýmsa möguleika til móttöku og getur fylgt rekstri.
Rekstur verslunar og veitingaþjónustu er laus frá og með 1.október 2025. Áhugasömum er bent á að sækja um á netfanginu sudavik@sudavik.is og skal fylgja með stutt samantekt um hugmyndir viðkomandi að rekstri verslunarinnar.
Súðavíkurhreppur
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.