Vegagerðin og Gámaþjónusta við störf á Súðavíkurhlíð

Vegagerðin og Gámaþjónustan er að störfum þessa dagana við að moka burtu efni af Súðavíkurhlíðinni.  Í haust féll töluvert af grjóti á veginn og farið var í að tryggja að ekki myndi falla meira af lausu efni með því að vinna sig inn í klöppina.  Nú er sem sagt verið að moka efninu burtu og því er keyrt og það losað í fjörukambinn utan við Hamarsgatið 

Mokstur 1Mokstur 2

Mokstur 3Mokstur 4