Varað við stórsreymi og stormi

Nú fara vetrarlægðirnar að ganga yfir okkur og eru framundan umhleypingar í veðri. Veðurstofan og Landhelgisgæsla vara við lægðinni sem er handan við hornið, einkum vegna hárrar sjávarstöðu og hugsanlegs áhlaðanda. Áttin er SV og stormur ásamt aukinni ölduhæð suður og vestur af landinu. Lega hafnar í Súðavík og staðsetning er nokkuð góð til að taka á móti svona veðri en há sjávarstaða getur verið varasöm. Flotbryggjur og smábátar eru útsettir fyrir tjóni eins og við höfum fengið að upplifa í Súðavíkurhöfn. 

Þeir sem eiga eignir við höfnina, smábáta við flotbryggjur og aðrir sjófarendur eru hvattir til þess að ganga úr skugga um að frágangur báta og búnaðar samræmist veðurspá. Viðkomandi eru hvattir til þess að athuga með sitt og gera ráð fyrir að eitthvað verði úr þessu veðri. Gert er ráð fyrir vaxandi veðri næstu nótt og er spákort miðað við kl. 06:00 14. desember 2023.

Sjá frétt og tilkynningu á mbl.is 

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps - hafnarstjóri Súðavíkurhafnar.