Varað við lægð sem gengur yfir landið í nótt og nær hámarki í nótt og fyrramálið

Veðurstofa og Almannavarnir vara við lægð sem gengur yfir landið í nótt og fyrramálið. Lægðin er óvenju djúp og sjávarstaða verður þannig að allan vara þarf að hafa við hafnir landsins. Öllum helstu leiðum verður lokað í nótt og fram á morgundaginn, bæði fjallvegi og helstu stofnleiðum og mun það hafa þau áhrif að fjallvegir og m.a. Súðavíkuhlíð verður lokað í varúðarskyni. Varaafl verður líklega keyrt í nótt og fram á morgundaginn til að fyrirbyggja að straumrof verði ekki vegna veðurs. Staðan verður tekin varðandi skólahald í fyrramálið og mun skólastjóri senda skilaboð á foreldra í kvöld eða í síðasta lagi kl. 7:00 í fyrramálið.

Sjá nánar um þetta hér á fréttavef RÚV á ruv og vef Veðurstofunnar á vedur.is. Fólk er hvatt til að huga að lausamunum við hús og vera ekki á ferðinni að óþörfu meðan veðrið gengur yfir.