Umgengni um sorpsvæði.

Íbúar Súðavíkurhrepps og aðrir sem eiga erindi á sorpsvæði, vinsamlegast virðið þær leiðbeiningar sem er að finna á viðkomandi gámum um það sem á að fara á hvern stað.

Borið hefur á því undanfarið að ekki sé verið að setja rétt í söfnunargáma, þ.e. í pappagáma fari almennt sorp, plast saman við o.s.frv.

Leiðbeiningar eru nokkuð einfaldar og flestum ætti að vera ljóst hvað má fara hvar.

Það er til mikilla óþæginda ef ekki er farið að þeim reglum sem gilda, ekki auðvelt að flokka þetta frá þegar búið er að blanda í gámana. Hafið samband við skrifstofu Súðavíkurhrepps ef eitthvað er óljóst.

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps