Súðavíkurhreppur varð fyrir öryggisbresti vegna svikapósts sem sendur var í nafni viðskiptamanns sveitarfélagsins. Í netárás þann 3. desember 2025, sem beint var að viðkomandi viðskiptamanni, var í framhaldi sendur svikapóstur í nafni viðkomandi til Súðavíkurhrepps. Í framhaldi af því var samskonar sent út í nafni Súðavíkurhrepps og hafa þeir póstar verið sendir út milli 05:16 og 05:20 í morgun úr netfanginu hulda@sudavik.is
Að því er virðist eru sendir út reikningar (invoice) í nafni Súðavíkurhrepps með excel vihengi. Þessir póstar eru að sjálfsögðu sendir út án vitneskju og samþykkis notanda þar sem brotist var inn á þann aðgang og þriðji aðili sendir svo út póstana.
Þeim sem hafa lent í því að opna viðhengið eða hlekk í slíkum pósti er bent á að hafa samband við sitt netöryggisteymi til að tryggja aðgang sinn og tölvu.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.
Fyrir hönd Súðavíkurhrepps
Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.