Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu, sem mun vara hvað lengst á Vestfjörðum. Til að tryggja að íbúar geti notið sólmyrkvans á öruggan hátt hefur Súðavíkurhreppur keypt um 300 sólmyrkvagleraugu sem verður dreift þegar nær dregur.
Gleraugun uppfylla alla öryggisstaðla, en gríðarlega mikilvægt er að nota réttan öryggisbúnað þegar horft er á sólmyrkva, til að koma í veg fyrir augnskaða, sem í verstu tilfellum getur verið varanlegur.
Þó enn séu um 240 dagar í sólmyrkvann þykir rétt að láta íbúa vita nú þegar, svo íbúar fari ekki í óþarfa innkaup á gleraugum.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.