Skert þjónusta Súðavíkurhrepps

Skrifstofa Súðavíkurhrepps er lokuð í júlí vegna sumarleyfa. Þá koma einnig til veikindi starfsmanna þannig að lágmarksþjónusta verður hjá útibúi Póstsins í Grundarstræti. Aðeins er opið milli 12:30 og 13:30 til þess að nálgast póst og pakka í póstafgreiðslu. Póstafgreiðsla verður lokuð á morgun, 15. júlí 2022 en opið á mánudag milli 12:30 og 13:30.

Við biðjumst velvirðingar á því óhagræði sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir viðskiptavini Súðavíkurhrepps og Póstsins. 

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps