Samfélagið okkar

Góðan daginn kæru íbúar Súðavíkur og Súðavíkurhrepps.
Súðavíkurhreppur ætlar í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og fleira fólk að boða ykkur til fundar í Grundarstræti - bókasafninu. Fundurinn verður kl. 16:00 og eitthvað áfram meðan efni og umræða leyfir. Markmiðið er að við græðum öll eitthvað og eflumst, bæði þau sem eru snar-íslensk og þeir íbúar sem koma lengra að og búa hér í dag og hafa annan bakgrunn.
Tek það fram að þetta er fyrsta kynning og fyrsta tilraun með þetta verkefni/samfélagssáttmála til þess að kynnast betur, læra og miðla íslensku og læsi á íslenskt samfélag. Ef vel tekst til þá verður þetta gaman og fróðlegt fyrir okkur öll og við höfum alla vega einhverja reynslu og aukið við þekkingu okkar sameiginlega á því að vera íbúar í Súðavíkurhreppi. Við ætlum að bjóða upp á veitingar og smá kynningarefni og svo fer fundurinn bara í þá átt sem hann þróast.
Sjá meðfylgjandi auglýsingu - mánudagurinn 8. maí 2023 kl. 16:00 í bókasafnshlutanum í Grundarstræti.
Þó að yfirksriftin sé íbúafundur er þetta ekki samkoma sem er formföst eins og íbúafundur eða íbúaþing samkvæmt sveitarstjórnarlögum - það kemur síðar.
Með kærri kveðju, Bragi Þór.