Reykjanes - bensín- og olíudæla komnar í lag

Eftir óhapp fyrr í vetur, þar sem dælurnar í Reykjanesi skemmdust, hefur til langs tíma ekki verið hægt að fá afgreitt bensín eða diesel í Reykjanesi. Samkvæmt upplýsingum frá N1 hefur verið bætt úr þessu og settur upp búnaður sem verður tímabundið. Áform eru uppi um að endurnýja aðstöðu N1 í Reyjanesi og setja upp varanlega lausn.