Rekstur Eyrardalshússins sumarið 2021

Súðavíkurhreppur auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðilum fyrir Eyrardalshúsið í sumar.

Í húsinu er eldhús sem hentar fyrir léttan veitingarekstur, vínveitingaleyfi á staðnum og aðstaða úti og inni til að taka á móti litlum hópum.

Ágæt aðstaða til móttöku, fyrir smærri viðburði. Húsið er einstaklega vel staðsett og þekktur áningastaður ferðamanna enda hefur húsið undanfarið hýst starfsemi Melrakkaseturs Íslands. Æskilegt er að rekstur taki mið af þeirri starfsemi sem verið hefur í húsinu, logo og umgjörð sýningar sem enn er staðsett í húsinu. Samkomulagsatriði er hversu stóran þátt sýningar verður ætlað í húsinu á rekstrartíma. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2021.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Súðavíkurhrepps, í síma 4505900 og sudavik@sudavik.is

Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps