Mánudaginn 15. desember 2025 mun rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðanna í Súðavík 16. janúar 1995 skila af sér skýrslu vegna rannsóknarinnar til forseta Alþingis. Skýrslan verður afhent þingforseta kl. 13:00 og síðar sama dag, kl. 15:00 verður verður fulltrúum fjölmiðla boðið á kynningu á helstu niðurstöðum. Í framhaldinu verður svo skýrslan ásamt fylgigögnum aðgengileg á vef rannsóknarnefndarinnar sem er að finna hér.
Rannsóknarnefndin var skipuð á grundvelli þingsályktunar á Alþingi þann 30. apríl 2024 og tók til starfa í byrjun árs 2025.
Sjá frétt um málið á vefsíðu Bæjarins Besta, bb.is
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.