Raggagarður í 14. júní 2021

Það var mikið um að vera í Raggagarði mánudaginn 14. júní 2021. Og líkast til er það bara byrjunin, enda verður Bogga hér næstu dagana. Raggagarður verður með starfsmann í sumar og er engin hætta á öðru en að hann nýtist vel í að gera garðinn enn skemmtilegri og hafa snyrtilegt. Þau voru að leggja hellur/mottur, Bogga og nýji starfsmaðurinn. Þá er og búið að endurvinna hellurnar sem voru fyrir og þeim komið fyrir við grillskála og áhaldaskúra.

Miðað við aðsókn sl. sumar verður umferð mikil um garðinn í sumar og er hún alltaf að aukast. Garðurinn er líka að stækka og sífellt verið að gera hann áhugaverðari og notalegri til útivistar. Og nú verður tryggt aðgengi fyrir hjólastóla og því fleirum gert kleyft að heimsækja þennan frábæra stað. Teljari er við garðinn og er ljóst að Raggagarður er helsta aðdráttarafl ferðafólks og heimamanna í Súðavík.