Rafmagnsleysi vegna viðhaldsvinnu í Álftafirði

Miðvikudaginn 18.október á milli 00:00 og 02:00 (aðfaranótt miðvikudags) verður rafmagnið tekið af Álftafirði í stutta stund í 1-3 skipti vegna vinnu í aðveitustöð OV í Súðavík. Við bendum notendum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.