Ræktin á Langeyri

Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi frá og með gærdeginum, 8. febrúar 2021, er leyfilegt að opna líkamsræktaraðstöðu og tilheyrandi búningsaðstöðu. Hámark er 20 í einu við iðkun en gæta þarf að 2 m reglu og snertiflötum eins og í sóttvörnum almennt.

Við ætlum því að opna á Langeyrinni og munum gæta að öllu því sem gæta ber, virðum takmarkanir og sýnum tillitssemi varðandi tímasetningar svo sem flestir fái notið. Það fyrirkomulag er áskilið að þeir sem nýti sér aðstöðuna skrái sig fyrirfram, og bæði inn og út og virði framangreindar reglur og sóttvarnir í hvívetna. Er mælst til þess að þeir sem geti komið því við noti aðstöðuna utan helstu álagstíma sem eru jafnan eftir hefðbundinn vinnudag og fram eftir kvöldi. Varðandi aðgengi og fyrirkomulag má hafa samband við skrifstofu Súðavíkurhrepps.