Piff alþjóðleg kvikmyndahátíð - sýningar í Súðavík 2023

Piff - alþjóðleg kvikmyndahátíð

sýningar í Súðavík

 

föstudagurinn - Friday - laugardagurinn - Saturday 13. október  20:00-22:00

 

Afterlife photo

japönsk stuttmynd sem byggð er á sannri sögu. Kona fær ljósmyndara til að koma heim til sín til að taka mynd af sér og látnum eigimanni. Leikstjóri myndarinna Tatsuaki Mizoi er margra manna maki og leikstýrir og tekur myndina upp, sér um mestalla eftirrvinnslu líka.

 

Algorithms of Beauty

leikstýrð af  Miléna Trivier - Belgium Falleg heimildarmynd með heimspekilegum hugrenningum.

 

Lili er mynd eftir Pólverjann Michał Piotrowski hann hefur átt myndir á öllum hátíðum Piff og fjallar þessi mynd um ungan mann sem hefur ákveðið að yfirgefa þorpið sem hann býr í og heldur kveðjupartí .

 

Myndin Wild Summon er hreyfimynd þar sem blandað er raunverulegum myndum saman við hreyfimyndir. Hluti myndefnis er tekin hér á landi. Marianne Faithfull er þulur í myndinni og sjáum við heiminn frá sjónarhól laxins.Fortissimo

 

Fortissimo

Leikstýrð af Victor Cesca - Myndinn fjallar um 2 presta sem eru að gera tilbúið fyrir tónleika en þá ber óvæntan gest að garði. Grínmynd með tónlist í forgrunni.

 

All in favor

Leikstýrð af Santiago Requejo López-Mateos Mynd sem var valin í hóp 15 af stuttmyndum í forvali Óskarsverðlaunaafhendingar.  Virkilega góð mynd sem tekur á fordómum.

 

Faith the Conqueror

eftir Onur Yagiz  Fjallar um Tyrkneskt brúðkaup og er aðalpesónan ástfanginn af stúlkunni sem er að fara giftast, en hann er ekki svo heppinn að vera brúðguminn. Grínmynd sem hittir í mark.

 

The Grand Mother leikstýrð af Julia Hazuka Hreyfimynd sem fjallar um uppruna mannkyns. Vel gerð mynd frá Póllandi.

 

ljósmyndir