PIFF alþjóðleg kvikmyndahátíð - sýningardagskrá

Piff er alþjóðleg kvikmyndahátíð á Vestfjörðum.  Sýningar verða í Súðavík annað árið í röð og fáum við úrval stuttmynda auk ævintýramyndar sem sýnd verður á sunnudag fyrir yngri kynslóðina. Á þeirri sýningu verður boðið upp á popp og kók og eitthvað nammi í bland.  Á laugardagskvöldinu verða kvenleikstjórar í forgrunni og sýndar verða nokkrar stuttmyndir eftir þær.  Þetta eru metnaðarfullar stuttmyndir sem sýndar verða og því eftir miklu að slægjast fyrir kvikmyndaáhugafólk. Verið hjartanlega velkomin.

PIFF 2