Nýtt grindarhlið

Undanfarið hefur farið fram vinna við að setja upp nýtt grindarhlið fyrir utan þorpið.  Eitt af áhersluatriðum sveitarstjórnar var að koma hliðinu sem næst þeim stað sem það var á áður, þ.e. inn við Þórðarsteina.  Hliðið var pantað frá Selfossi og greiddi Súðavíkurhreppur fyrir það ásamt gönguhliði sem verður sett niður næstu daga.  Þetta er í raun viðleitni til þess að halda Súðavík fjárlausri yfir sumartímann. En eins og glöggir hafa séð hefur starfsfólk skrifstofu Súðavíkurhrepps og Súðavíkurskóla sinnt smalamennsku sl. sumur.  Tígur sá að sjálfsögðu um að setja hliðið niður en Guðmundur á Svarthamri sá um girðinguna.
Grind 1Grind 2