Móttaka í Melrakkasetrinu

Sunnudaginn 29. maí 2022 ætlum við að hafa óformlega móttöku fyrir fjölskylduna frá Úkraínu sem Súðavíkurhreppur bauð til Súðavíkur. Af því tilefni ætlum við að hittast í Melrakkasetrinu kl. 14.30 og bjóða upp á veitingar og um leið bjóða fjölskylduna velkomna í samfélagið okkar í Súðavíkurhreppi. 

Íbúum Súðavíkurhrepps er því boðið að koma saman af þessu skemmtilega tilefni og þiggja léttar veitingar. 

Fyrir hönd Súðavíkurhrepps,

Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.