Ljósleiðari í Súðavík

Það er komið að því og þá með látum.

Snerpa hefur verið að störfum í dag og í gær við að plægja niður ljósleiðara og verið sýnilegir um allt Súðavíkurþorp. Eftir því sem næst er komist munu þeir tengja hús úr húsi og bjóða væntanlega íbúum að fá tengingar inn í hús og í framhaldi tengjast ljósleiðaranum og kaupa af þeim þjónustu.

Að sögn mun Míla fara af stað á morgun í sama tilgangi. Þeir fara aðra leið með sinn ljósleiðara, en rör eru við öll hús í nýju byggðinni og verður ljósleiðari þræddur þar. Væntanlega munu framkvæmdir því fara að hluta til samhliða í þeim tilgangi að ljósleiðaravæða Súðavík.
Það er stutt á milli - nú stendur okkur því til boða að taka ljósleiðara frá tveimur aðilum og hverfa frá því ófremdarástandi sem stundum hefur einkennt síma, net og sjónvarpstengingar á svæðinu.