Litla Skiptibókasafnið í Súðavík

Eins og þorpsbúar og fleiri vita þá er Litla Skiptibókasafnið í síðasta Símaklefa landsins og merkilegt er að síminn er enn tengdur og tekur tíkalla.  Litla Skiptibókasafnið setti Dagbjört Hjaltadóttir á laggirnar 2016 af miklum myndarbrag og margur bókaormurinn  hefur lagt leið sína þangað í leit að góðri bók og skila kannski einni enn betri í staðinn.  Símaklefinn er staðsettur niður í  gamla þorpi og er því mikið notaður af sumargestum.  Hann lengi lifi og megi hann gleðja gesti og gangandi.

Dagga 2Lilja 1Lilja 2